Prestafélagsritið - 01.01.1922, Qupperneq 119
Prestaféiagsritiö. Sigur og hnignun Múhameðstrúar.
115
hefir það átt sér stað, en á Austurlöndum hættir ríkið að
vera til, þegar kirkjan, Islam, er greind frá því.
Hjá oss er ríkið framhaldandi þróun, er stafar af barátt-
unni milli andlegrá og veraldlegra afla, eða kristilegra afla og
almennra menningarhvata, ef menn vilja heldur nefna það svo,
— en hjá Islam er ríkið fullkomið þegar í byrjun. í bók
Múhameðs, kóraninum, getur hver maður lesið og lært út í
yztu æsar, hvernig ríkið á að vera. —
Islam er mikilfengleg tilraun til þess að byggja víggirðingu
um mannkynið; út fyrir hana má enginn koma. Hversu mikil
sem víðáttan er innan girðingarinnar, afmarkar hún þó, og
við það er lífinu settar skorður.
Orina, sem spámaðurinn skaut af beindum boga huga síns,
hafði enginn annar afl á að handsama, hún hlaut því ein-
hverntíma að ná markinu og falla til jarðar.
Hin tvíhliða menning Evrópu hefir fólgna í sér takmarka-
lausa möguleika til lífshræringar, þar eð hún er ávöxtur bar-
áttu tveggja lifandi afla, er hafa markmið sitt í þessum heimi
og hinum komandi.
Spámaðurinn og eftirmenn hans vildu setja á stofn jarð-
neskt guðsríki; skyldu hinir trúuðu eiga dýrðlega æfi, en hinir
vantrúuðu þjóna þeim með ótta og undirgefni. Eiginlega var
hér um ræningjasveit með trúarlegu markmiði að ræða, sem
send var út um löndin til þess að leggja þau undir »Guðs
hönd«.
Hinir trúuðu áttu að njóta allra veraldargæðanna.
Á bernskudögum Islams mátti enginn Arabi — en það
voru aðallega þeir, sem börðust fyrir trúna — eiga jarðeignir
utan heimalandsins; í sigruðu löndunum áttu þeir eingöngu
að vera hermenn, er lifðu á herfangi frá þeim, er þeir
réðu yfir.
Þetta leiddi áður langt leið til hættulegs ágreinings meðal
Múhameðsmanna. (Jndirokuðu þjóðirnar skunduðu hópum sam-
an til tjalda Islams til þess að fá inntöku í þetta lánsama
trúfélag; með þeim hætti komust þær hjá álögum og urðu
hluthafar í árangri frekari sigurvinninga.