Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 120
116
Áge Meyer Benedictsen:
Prestafélagsritiö.
En jafnframt því sem Múhameðstrúin breiddist út og fleiri
urðu þúsundirnar sem hana aðhyltust, og sérstaklega er stríð-
unum linti, fór svo að auðsuppspretturnar, herfangið og skattar
hinna vantrúuðu, gengu til þurðar. Það var því af stjórnmála-
ástæðum að ákafinn í því að breiða trúna út smám saman
rénaði, og loks varð að gera það að inntökuskilyrði í Islam,
að þeir sem trúna tækju, skyldu greiða sigurvegurunum þunga
skatta ár hvert. Þetta olli snemma sundrungu í trúfélaginu,
þar eð þeir, sem nýlega höfðu trú tekið, á þennan hátt ekki
öðluðust full réttindi. Annað hvort urðu þeir að láta jarð-
eignir af hendi til hagnaðar hinum vantrúuðu eða greiða skatt
þann, sem vantrúuðum annars hefði verið gert að greiða. —
Þegar svo fór urðu þeir ekki annað en skjólstæðingar hinna
sigurvinnandi Araba; hver Araba-kynflokkur fékk »hálfþjóna«
— marvali — fyrir sig.
Það voru þeir, er síðan urðu til þess að steypa arabiska
kalífa-ríkinu og höfuðborg þess Damaskus og fá valdið í
hendur Abbasida-kalífunum í Bagdað. Þessi bylting var frem-
ur þjóðernislegs en þjóðskipulegs eðlis, og varð hún þess
valdandi, að Persar fengu forustuna í Islam, unz hinn sljóvg-
aði áhugi og veiklaða hernaðarlund varð háð leigðum óaldar-
flokkum hermanna, hinum ruddalegu Tyrkjum, og yfirráðin í
Islam lentu í höndum þeirra. Með hinu menningarsnauða
vopnaveldi þeirra stirðna og deyja hinir síðustu andlegu
kraftar.
Hinar þrjár máttarstoðir, sem megna að halda uppi lífhæfu
samfélagi manna, hafa í Islam verið maðksmognar; en þær
máttarstoðir eru: valdstjórn, heimilislíf og trygður eignaréttur.
Það hefir aldrei verið föstum ákvæðum bundið í Islam,
hver fara skyldi með hið æðsta framkvæmdarvald. E-ftir dauða
Múhameðs, komst alt á ringulreið og gerólíkar hugmyndir
ruddu sér til rúms. Annars vegar var því haldið fram, að
rétturinn til framkvæmdarvaldsins væri eingöngu hjá réttum
afkomendum Múhameðs — hjá ætt Ali og Fatímu — en
hins vegar var fullkomin lýðveldisstefna, sem kendi, að valdið
bæri söfnuði Islams og að sameiginlegur vilji safnaðarins væri