Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 123
Prestatéiagsritið. Sigur og hnignun Múhameðstrúar. 119
hefir verk þetta mótað hina fjóra rétttrúnaðarskóla; eru þeir
kendir við stofnendurna: Abu Hanifa, Sjafi, Hanbal og-Malek;
hinn síðast taldi bindur sig fastast við kóraninn. Hinir leitast
við, hver á sinn hátt, með afleiðslu, samjöfnuði, eða ættleið-
ingu orða, að rýmka hinn þrönga bás, sem markaður er hin-
um mörgu vafamálum í lögvísi og guðfræði, er upp hafa
komið í mannfélaginu í meir en þúsund ár — og sem halda
á þjóðfélaginu sífelt í sömu skorðum, með sömu réttarhugsjón
og þeirri, er varð til fyrir 1300 árum.
Það hangir sverð yfir andlegu lífi Islams, og ekkert er vís-
ara en dauðinn, ef hugurinn reynir að brjóta hinn óeðlilega
múrvegg.
Hugsanalífið er sem fugl í búri, sem blóðgar sig á nefinu
við steinvegginn, er hann ætlar að fljúga út og leita frelsis.
Alt er með þessu lagt í ósýnilega fjötra, sem ekki er unt
að varpa af sér: þjóðfélagsskipun, réttarfar, siðgæði og sam-
vizka, listir og vísindi.
Þjóðfélagsskipulagið er, þrátt fyrir allar tilraunir til breyt-
ingá, falið kóran-skýrendum og verður í guðstjórnarátt, réttar-
farið verður að steingervingi, siðfræðin verður óeðlileg kenn-
ing um helál (hið leyfilega) og herám (hið bannaða), og ekki
verður áfrýjað annað en til meir en þúsund ára gamals boð-
skapar kóransins. Það, sem leyfilegt er, verður þú að gera,
enda þótt samvizkan banni þér það! Það, sem bannað er,
ber þér að forðast, enda þótt samvizka þín leyfi það! Með
þessu er frjálsræði samvizkunnar lamað, en lífið verður auð-
veldara, barátta viljans aflminni.
Kröfur trúarbragðanna hafa taumhald á listinni, því að þær
banna allar mannamyndir og alla mótunarlist; en vísindin
brjótast um í neti hinnar lögfestu vanþekkingar og hjátrúar.
Bannað er að nota mannslíkamann til uppskurðar, og er
framförum í læknisfræði með því hamlað, en heimsskoðun
kóransins markar náttúruvísindunum bás. í kóraninum standa
t. d. þessi ákvæði: Þú skalt fasta á Ramazán-tímabilinu frá
þeirri stundu, að þú getur greint hvítan þráð frá svörtum til
þeirrar stundar að þú getur það ekki. Af þessu leiðir að Is-