Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 124
120 Áge Meyer Benedictsen: Prestaféiagsritia.
lams-maðurinn vill ekki eða má ekki trúa því, að það séu til
svæði á jörðinni, þar sem sólarbirta eða dimma haldist allan
Ramazán-mánuðinn, svo að ekki sé aðgreining dags og nætur.
— Meðan á heimsstyrjöldinni stóð hafði hópur herfanga af
Islamsmönnum nálega soltið í hel í Nordnes-landi, en þar
áttu þeir um sumarið að halda Ramazán; þeir gátu greint
svart frá hvítu dag og nótt. Það þurfti leyfi frá »Sjeik ul Is-
Iam« til þess að forða þeim frá hungurdauða.
Það, sem hér hefir verið drepið á, hlýtur að vera nægilegt
til þess að sýna, að þjóðfélag það, sem Islam hefir sett á
stofn, hlýtur óhjákvæmilega að lenda í kyrstöðu og hrörnun.
Hvað stoða skólarnir í Islam! I EI Azhar, í Kerbelá, í Fez
eru árið 1920 kend sömu »lífssannindin«, sama stjörnufræðin
og sama málfræðin sem um árið 800, þegar Harun er Resjid
sat á veldisstóli Abbasidanna í Bagdad!
Þegar því spurt er með* undrun, hvað veitt hafi Islam
blómgun í fyrstu, hvað lyft hafi þessum trúarbrögðum svo
hátt, að þau gátu framleitt vísindi, þá er þessu til að svara;
I raun réttri er andleg menning Islams mótþrói gegn sjálf-
um trúarbrögðunum. Þau urðu til og þróuðust á þeim tímum,
þegar sigursæl vopn gerðu skjaldborg um kalífann og hana
svo glæsilega, að skugga bar jafnvel á kóraninn. Um hinn
volduga höfðingja söfnuðust lærðir menn og listamenn, fóru
þeir ekki á mis við hvatning og laun, með því að þeir þóttu
heiður fyrir hásætið; bölsýnn rétttrúnaður og einstrengingsleg
uppgerðarguðrækni átti sér engan stuðning í hinum þóttafulla
vinahópi valdsherrans, og sú heimspeki sem barðist fyrir and-
legu frelsi og réttindum andans yfir bókstafnum, var kend í
skólum Islams án nokkurrar launungar. En undir eins og
höfðingjaveldinu hnignaði og ósigrar eða uppreistir gerðu há-
sætið valt, létu hinir trúu verðir kóransins og laganna á sér
bæra, og þegar þar var komið, að alt lögmæti í Islam hlaut
einvörðungu að leita stuðnings í hlýðni við þá sem taldir voru
kóranfróðir, þá höfðu guðfræðingarnir náð völdunum; »villu-
trúar«-kennarar voru reknir burt eða drepnir, hættulegum