Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 127
Prestafélagsritið. Sigur og hnignun Múhameðstrúar. 123
hélt þræla sjálfur. — Hér nemur þróunin staðar, lengra fær
hún eigi komist.
Annað dæmi má taka af fjölkvæninu. Um það er eins ástatt.
Siðgæðið í Islam getur ekki náð því þroskastigi, að fjölkvæni
sé ekki leyft. Spámaðurinn átti sjálfur margar eiginkonur.
I hinum hellensk-kristna heimi vorum hefir siðgæðið náð
því þroskastigi, að persónuréttindi konunnar eru viðurkend og
fjölkvæni bannað og sætir refsingu eins og hver annar glæp-
ur. í Islam er konan í eitt skifti fyrir öll leidd til sætis eins
og vera, er sé manninum óæðri og eigi honum að lúta. Spá-
maðurinn segir sjálfur: »Gleym ekki að konan er sköpuð úr
bognu rifi. Hún hefir eðli þess. Sé rétt úr henni, brotnar
hún. Geym haná beygða«.
Ef spurt er um, hvernig Islam líti á frið og stríð, er því
fljótsvarað. Islam telur ófrið stundum blátt áfram skyldu.
»HeiIagt stríð er ávalt ákjósanlegt og siðferðilega réttmætt«.
Hellensk-kristna menningin elur með sér vonina um »frið á
jörðu með þeim mönnum, sem Guð hefir velþóknun á«, og
stefnir að því, að sú von megi verða að veruleika.
Loks má sjá hina sömu siðferðilegu takmörkun, þegar til
umburðarlyndis kemur við þá, sem aðra trú hafa.
Islam hefir þá ákveðnu kenningu, að ekki megi þola heið-
inn mann, hann verði að segja skilið við afguði sína, ella sé
hann réttdræpur trúuðum manni. Hinn kristna og Gyðinginn,
er tigna hinn sama Guð sem Islam, ber þar á móti að láta í
friði með villur þeirra, hversu hneykslanlegar sem .eru, svo
framarlega sem þeir beygja sig undir veldi Islams; geri þeir
það ekki óneyddir, ber að kúga þá til þess; hefji þeir síðar
mótstöðu gegn veldi hinna trúuðu, skulu trúaðir menn slá eign
sinni á fjármuni þeirra, eiginkonur og ungbörn, en sjálfa skal
þá drepa og þá sem yngri eru, alt að 12 ára aldri! Af þessu
verður skiljanlegt að kristnum mönnum er bannað að bera
vopn og einnig er óheimilt að nota þá fyrir votta í málaferl-
um. Þeir eru einungis liðnir og verða að kaupa sér líf með
því að glata réttindum. Ennfremur er hér að finna ástæðuna
til hinna látlausu morða á kristnum mönnum; því að lúalegir,