Prestafélagsritið - 01.01.1922, Síða 128
124 Áge Meyer Benedicfsen. Prestafélagsritið.
grimmir og ágjarnir drotnarar geta fengið samþykki trúar-
bragðanna til þess að láta þá, sem aðra trú hafa, sæta hinu
hræðilegasta ofbeldi og tortímingu, og þarf ekki annað til en
sanna eða logna staðhæfingu um, að opinber óánægja eða til-
raun til uppþots hafi gert vart við sig hjá þeim. Það eru ekki
hinir seku eða sakbornu einir, sem dauðinn er vís, heldur
allur kristni lýðurinn, sem að Austurlanda hætti er talinn sam-
sekur. — Til þessa eiga rót sína að rekja hin hræðilegu
morð í Armeníu á vorum dögum og þarf ekki annað en póli-
tisk kænskubrögð, trúarhatur, rán- og morðfíkn til þess, að
koma skriði á hörmungarnar.
Hin opinbera barátta Islams gegn mannréttindum og sam-
vizkufrelsi hefir kæft siðferðisþroska þessa átrúnaðar. Þess-
vegna getur engin réttmæt stjórn í Islam komist fram úr
hugsunarhætti miðaldanna og af sömu ástæðu hlýtur sérhvert
ríki Múhameðsmanna að verða hnignun og hrörnun að bráð.
Það er ávalt þetta, sem á milli ber, að Islam hefir ein-
skorðað siðgæðishámark, en vér erum að berjast við að hand-
sama »hið óhöndlanlega«. I þessu liggur óhjákvæmileg kyr-
staða og upplausn í Islam, og möguleiki sífeldrar þróunar í
menningu vorri.
Vfir Islam er reist musterishvelfing, — en andlegri þróun
er hún, eða mun verða, fangelsisrjáfur. — Vfir menningu
vorri hvelfist endalaus himingeimurinn með fjarlægum stjörn-
um hugsjónanna. — Þær eru að sönnu oftlega huldar skýjum,
og kuldi og myrkur gera oss veginn ógreiðan, en ávalt er
von um að það rofi til og að leiftrandi stjörnur sjáist, ávalt
er opin leið til aukins þroska, ef vér aðeins sjálfir höfum vilja
og mátt til að sækja fram. Trúin verður banamein Islams,
vér hellensk-kristni hluti mannkynsins, eigum á hættu, að efa-
blendnin geri oss sömu skil.
Sé þess loks spurt, hvort Islam geti ekki átt endurfæðingu
í vændum, hygg eg að því megi hiklaust svara neitandi.
Sem átrúnaður, sem huggun mannssálum til handa, getur
Islam lifað og mun lifa öldum saman, en sem ríkisskipulag
og mannfélagsfyrirmynd hefir hún þegar náð hámarki sínu og