Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 131
Prestatéiagsritið. Þegar hjörtun taka að brenna. 127
hafði verið lagður í yfir höfuð hins látna — rétt sem líkam-
inn hefði með einhverjum undursamlegum hætti leyzt sundur
og horfið innan úr líndúkunum. Sama er um undrun Maríu
Magdalenu, er ]esús birtist henni úti við gröfina. Hún þekkir
hann ekki í fyrstu; hún stendur við gröfina og grætur, af því
að búið er að taka líkama hans burt. En þegar hann kallar
til hennar og segir þetta eina orð: »María«! þá kennir hún
róminn; einhvern keim raddarinnar fá eyru hennar numið, svo
að hún snýr sér við og hrópar: »Rabbúní!« Og vér getum
nærri, hvílíkur fagnaðarblær hefir verið í rödd hennar, er hún
svaraði með því eina orði. En hlaut ekki undrun hennar að
vaxa, er hún fékk þetta svar í móti frá honum: »Snertu mig
ekki, því að enn þá er eg ekki uppstiginn til föður míns«.
Og ekki hefir undrunin verið minni hjá þessum tveim læri-
sveinum, sem fóru til Emmaus. Hve atburðirnir allir liggja
fjarri því að vera tómur tilbúningur manna. Alt er svo óvænt,
kemur svo flatt upp á alla. Enginn skilur, hvað er að gerast.
Undrunin er meiri en svo, að þeir geti fagnað. Hugir þeirra
standa kyrrir og forviða. Hjörtun taka ekki að loga fyr en
eftir á — þegar sjálfir atburðirnir eru liðnir og vottarnir hafa
fengið tíma til að átta sig. En einmitt þetta setur svo mikinn
sannleiksblæ á frásögurnar. Svona gátu þeir einir sagt frá,
sem lifað höfðu atburðina og orðið fyrir undruninni.
Lengi hefir þessi frásaga um Emmaus-lærisveinana verið
talin ein aðdáanlegasta frásögn nýja testamentisins. Það er
snildarbragur á henni og dulblærinn, sem yfir henni hvílir, er
einstæður.
Þessir tveir menn virðast hafa átt heima í þorpinu Emmaus,
sem var nokkrar mílur í vestur frá ]erúsakm. Þeir hafa ber-
sýnilega verið í tölu þeirra, er farið höfðu upp til höfuðborg-
arinnar með mikilli eftirvæntingu. Þeir höfðu trúað á ]esú,
voru sannfærðir um, að hann væri »spámaður, máttugur í orði
og verki fyrir Guði og öllum lýðnum«, og þeir höfðu »vonað,
að hann væri sá, er leysa mundi Israel«. Þeir hafa víst búist
við, að á hátíðinni mundi hann koma opinberlega fram sem
Messías. En í stað þess var hann líflátinn. Þá komu vonbrigð-