Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 133
Prestaféiagsritiö. Þegar hjörtun taka að brenna. 129
hefir ekki verið sýnilegur vanalegum augum, þá hafa orð hans
heldur ekki verið heyranleg vanalegum eyrum, en fyrir því
hefir samræðan verið jafn-raunveruleg.
Og nú er næsta eftirtektarvert, hvernig hinn undarlegi að-
komumaður hagar samræðunni. Hann ásakar þá um tregðu
til að trúa því, sem spámennirnir hafa talað: »Atti ekki Krist'
ur að líða þetta og ganga inn í dýrð sína? Og hann byrjaði
á Móse og öllum spámönnunum, og útlagði fyrir þeim í öllum
ritningunum það, er hljóðaði um hann«. — Þetta var það, sem
þeir fengu eigi skilið, að ]esús hefði orðið að líða og deyja,
ef hann hefði verið Messías. Þeir höfðu gleymt hugmyndum
gamla testamentisins um hinn líðandi þjón drottins og enn
eigi skilið kenning ]esú sjálfs um hina fórnandi elsku og end-
urleysandi mátt hennar. En nú opnar hinn undarlegi förunaut-
ur hugskot þeirra fyrir nýjum skilningi. Með því varpar hann
nýju ljósi yfir »alt það, er við hafði borið« og hann virtist í
fyrstu vera svo ókunnugur. Þá er sem hann heilli hjörtu þeirra.
Fyrir því vilja þeir ekki missa af honum, er þeir koma í þorp-
ið og hann ætlar að halda áfram. Þá biðja þeir hann að vera
hjá sér; það sé hvort sem er komið undir kvöld. Og hann
fer inn til að vera hjá þeim. Þá er það, að þetta kemur fyrir,
að þeir þekkja hann við það, að hann brýtur brauðið, hvort
sem það er nú svo að skilja, að þeir hafa látið bera á borð
«ða hitt: að hann lætur bera fyrir augu þeirra eins konar sýn,
atvik úr liðnu lífi þeirra. Það þekkja þeir undir eins, og þá
«r sem augun opnist að nýju: þeir sjá, að það er drottinn
þeirra og meistari. En um leið og þeir þekkja hann, er hann
horfinn þeim sýnum.
Nú snýst undrunin upp í fögnuð. Og er þeir standa undr-
andi eftir og líta í huganum yfir samferðina, koma þeir með
þessa játning: »Brann ekki hjartað í okkur, meðan hann tal-
aði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur ritningun-
um?« Hinn nýi skilningur hans hafði svo að segja lokið upp
ritningunum fyrir þeim, og höfðu þeir þó vafalaust þózt þekkja
þær áður. Þegar þeir tóku að skilja þennan nýja hugsanaferil
og að horfa á alt í hinni nýju birtu, þá tók hjarta þeirra að
9