Prestafélagsritið - 01.01.1922, Qupperneq 136
132
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritið.
lýsandi hita, er upprisuboðskapurinn kveikti í hjörtum mann-
anna.
En hversu mörgum ungling hefir logi hreinnar ástar bjarg-
að upp úr feni ástríðnanna eða af villistigum áhugaleysisins
og vanrækslunnar. Þegar hjarta hans tekur að hitna af þeirri
heilögu glóð, vermast af þeim »Guðs loga«, þá byrjar oft
nýtt tímabil í æfi slíks manns. Það rennur upp nýr og bjart-
ari dagur. Sjálfsagt munu margir segja: »Eg kannast varla
við þetta, að hjartað brenni, nema úr reynslu ástalífsins«. Ef
þú þekkir það þaðan, þá hefir þú komist í kynni við heilagan
eld. Ef þú hefir fundið til þess, hver endurfæðandi og hreins-
andi áhrif hann getur haft á sálina, þá reyn þú að stuðla að
því, að hann verði talinn heilagur í mannheimum, ekki sízt
með hinni uppvaxandi kynslóð. Hve sorglega er hann oft
saurgaður! Hve gálauslega er oft með hann farið! Og þó er
varla jafnvandfarið með nokkurn eld. Alt hið bezta má draga
ofan í saurinn, og eins er það um ástina milli karls og konu.
í fáum efnum er léttúðin og alvöruleysið skaðlegra. Þeir ungir
menn og ungar konur, sem láta léttúðaranda spiltra tíma ala
upp í sér kæruleysi í þeim mikilvægu málum, finna einhvern
tíma síðar til sárs sviða. Stærsta syndin er að fara gálauslega
með það, sem er heilagast og háleitast og alt hið mikilvæg-
asta er grundvallað á.
»Brann ekki hjartað í okkur, meðan hann talaði við okkur
á veginum?«
Hefir drottinn ekki talað til þín fyrir nein áhugamál né
neina atburði lífsins? Hefir ekkert velferðarmál mannkynsins
snert þig svo, að hjarta þitt hafi tekið að brenna út af því?
Þeir eru næstum því aumkunarverðir, sem hafa aldrei fundið
til slíks áhuga. En ef þú hefir átt eitthvert slíkt áhugamál,
þá hefir þú fundið, að það, sem hleypti hjarta þínu í loga,
var mikilvægur nýr skilningur, sem allur almenningur hafði enn
ekki eignast, útsýni inn á ný framtíðarlönd, er of fáir höfðu
enn komið auga á. Hvað er það t. d. annað, sem kveikt hefir
loga áhugans og fórnfýsinnar í hjörtum bindindismanna um
heim allan en hinn víðtæki skilningur á skaðvæni og heilsu-