Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 137
Prestaféiagsritiö. Þegar hjörtun taka að brenna.
133
spillandi áhrifum áfengisins og drykkjusiðanna og útsýnið yfir
á þau framtíðarlönd, þar sem þjóðirnar væru með öllu lausar
við bölvun þess. Þegar sá skilningur opnaðist sál vorri, var
sem ritningum undanfarinna alda væri lokið upp fyrir oss, og
þá sáum vér margt í nýju ljósi.
Það, sem vekur stöðuglega áhuga hins ósérplægna stjórn-
málamanns og viðheldur honum, er æðri skilningur á þörfum
lands og þjóðar en allur almenningur er vaknaður upp til, og
honum gefur stöðugt sýn inn á ónumin framtíðarlönd, þar sem
takast megi að láta mönnum líða betur. Það er sá skilningur,
sem kveikir eld áhugans og framkvæmdarþrárinnar í brjósti hans.
Eða hvað er það, sem knýr þá fram, er hugsa mest um
að koma fræðslumálum þjóðanna í gott horf? Djúpur skiln-
ingur á máttuleikum mannsálarinnar, séu hæfileikar hennar
vaktir og ræktaðir, og næm tilfinning fyrir, hvað úr með-
fæddum gáfum geti orðið, fái þær að vaxa og þróast, sam-
kvæmt sínu eigin lögmáli, knýr þá fram til stöðugra umbóta
á öllu fyrirkomulægi fræðslunnar. Þeir eru stöðuglega að gera
tilraunir með það, með hverjum hætti bezt skilyrði verði lögð
til fyrir vexti barnssálarinnar. Nýr skilningur og víðara útsýni
vekur þar einnig áhugann.
. Og hafi drottinn talað til þín fyrir einhverja sérstaka
atburði lífs þíns, þá finnur þú, að þetta hefir komið í ljós:
hann breytti skilningi þínum á »því, sem við hafði borið«.
Hann lauk upp fyrir þér ritningunum og lét þig koma auga
á, að krossferillinn er æfinlega sigurbraut að lokum og að
enginn sannur ávinningur sálarinnar fæst nema fyrir sjálfsfórn
hinnar líðandi elsku. Hve margir ganga stefnulausir og hirðu-
lausir í lífinu eða þá hugdaprir og efablandnir, unz einhver
atburðurinn kippir þeim við, eða þeir komast í kynni við
einhverja menn eða málefni, sem opna augun á þeim fyrir
því, að lífið stefni að ákveðnu marki og að alt, sem kemur
fyrir oss hér, sé því miklu mikilvægara en þá hafði grunað.
Lestur sumra bóka getur stundum haft slík vekjandi áhrif á
menn. En þegar breytingin er fram farin, finna þeir ávalt til
þessa, að hjartað er tekið að brenna.