Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 138
134
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritið.
Einn af merkustu rithöfundum veraldarinnar hefir í frægri
ritgerð sagt frá því, hvernig hann vaknaði í þessum skilningi.
Hann var þá enn í foreldrahúsum og var sljór og ekki farið
að bera á neinum sérstökum hæfileikum hjá honum. Einn dag
kom frægt skáld að heimsækja föður hans og það varð hlut-
skifti hans að fylgja skáldinu heim; það var alllöng leið og
þeir gengu nokkurar mílur. En samtalið á leiðinni lauk upp
einhverri innri sjón hins unga manns. Það var sem einhverjum
ritningum Guðs úti í náttúrunni væri lokið upp; honum fanst
vitsmunir sínir verða meiri, og hann .sjá veröldina í nýrri
birtu; jafnvel sólsetrið varð miklu dýrlegra í augum hans og
honum fanst hann heyra nýja og fegurri tóna í söng fugl-
anna. Honum fanst hjarta sitt fara að brenna, og sú íkveikja
koma frá viðræðunum eða öllu heldur frá persónu skáldsins,
sem stóð að baki orðunum. Og nú skildi hann naumast í, hve
sljór hann hafði verið áður.
Vakningin getur komið á ýmsum leiðum. En hún opnar
oss æfinlega nýtt útsýni, lætur oss sjá takmark fram undan,
og varpar ósjaldan nýrri birtu yfir »það, sem við hefir borið«,
yfir hið liðna.
Því verður ekki neitað, að andleg hræring hefir á síðari
árum farið yfir heiminn og borist einnig hingað til Iands.
Bezti kostur hennar er sá, að hún hefir vakið menn til meiri
alvöru. Það er sem hinn upprisni hafi verið á ferðinni og
slegist í för með mörgum efagjörnum og ráðþrota lærisveini.
Fyrir nýja fræðslu eða nýja reynslu hefir hjarta margra tekið
að brenna. Vér skulum vona, að upp af því vaxi ný upprisu-
gleði í brjóstum margra og aðrir þeir ávextir, sem fylgt hafa
jafnan upprisuvissunni í lífi mannanna.
Og nú kynni eitthvert ykkar að vilja spyrja sem svo: »Meg-
um vér ekki trúa því, að það geti framar fyrir komið, að hinn
upprisni drottinn vor sláist enn persónulega í för með læri-
sveinum sínum hér á jörð?« Eg skil vel þá spurningu. Mig
hefir sjálfan lengi langað til að mega trúa því. En um slíkt
þori eg ekkert að fullyrða. Sumir trúa því og hafa í heilagri