Prestafélagsritið - 01.01.1922, Qupperneq 140
136
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritiö>
fangelsinu. Einhvern veginn töluðumst við við og það með
fullkomnum hætti. Bráðlega hvarf öll tilfinning mannamunar-
ins fyrir hlýrri bróðurkend. Eg man nú mjög óljóst eftir, hvað
hann sagði, en mér varð brátt ljóst, að eg var hér í fylgd
með einhverjum, sem mér var æðri.
Nú vorum við nærri komnir þangað, sem eg ætlaði, og
félagi minn hélt fast utan um armlegg minn og spurði: »Vin-
ur, viltu skjóta skjólshúsi yfir mig?«
»Vertu hjá mér í nótt«, svaraði eg, »og þá skulum við sjá,.
hvað unt er að gera frekar«.
Þegar eg kom að húsinu, opnaði eg dyrnar og við gengum
inn í dimma vinnustofuna. Eg kveikti á eldspýtu og fór inn í
herbergi þar að baki, til að ná í lítinn lampa og lét gestinn
verða eftir í vinnustofunni. Eg kveikti á lampanum; en er eg
kom fram með hann, sá eg, að undursamleg ummyndun hafði
fram farið. I stað fangans, stóð einhver þarna Kristi líkur í
rósrauðum hjúp. Samskonar ljós streymdi út frá persónu hans.
Hann hélt höndunum upp blessandi, um leið og hann hvarf.
— Eg hneig niður í stól og raknaði ekki við mér fyr en kl.
1 */* um nóttina. En mikill var fögnuður og friður sálar
minnar, er eg gekk til hvílu«.
Nýja testamentið segir oss, að kveðjuorð hans hafi eitt sinn
verið þessi: »Sjá, eg er með yður alla daga til enda verald-
ar«. 011 vandamál vor eru líka vandamál hans. Veiztu, nema
hann hugsi mjög um, hvernig eigi að bæta glæpamennina?
Eg held hann langi til, að hjörtu einhverra brenni heitt út af
því. Væri það ekki líkt honum að taka á sig búning fangans
til þess að opna fyrir oss ritningarnar og kenna oss að sjá
sig einnig í slíkum mönnum? Hann kemur fyrst og fremst
auga á guðsneistann, þótt hann sé enn í svo hræðilegum
fjötrum.
Brennur hjarta þitt fyrir nokkuru málefni Krists? Hefir
upprisuboðskapur hans náð að verma hjarta þitt? Langar þig
til, að nokkurir þjónar hans sláist í för með þér á þinni