Prestafélagsritið - 01.01.1922, Qupperneq 142
138
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritiö.
nion). Eru sjö prestar í stjórnarnefndinni (af þrettán), en auk
þess eru tveir prestar varaforsetar, þeir prófessor G. Henslow
og séra Charles L. Tweedale. Þriðji varaforsetinn er hin nafn-
kunna hefðarkona og rithöfundur Lady Glenconner. Ritari og
aðalframkvæmdarmaður (Secretary & organising President) er
presturinn ]. W. Potter. En forseti stjórnarnefndarinnar er
hinn þekti fjármálamaður og fyrrum ritstjóri dr. Ellis T. Powell,
sem um mörg ár hefir verið einn af aðalfrömuðum spíritism-
ans á Englandi.
Það mun gleðja kristið kirkjufólk að heyra um stofnun al-
kirkjulegs (interdenominational) félags, er hefir að augnamiði
»að kynna sér og gera heyrinkunnar uppgötvanir sálarrann-
sóknanna, svo sem trúir þjónar hins guðdómlega meistara
drottins vors ]esú Krists«. Félaginu er ætlað að hafa með
höndum mjög ítarlegt og yfirgripsmikið starf, og mun verða
rekið þann veg, að rétttrúnaðar-kirkjudeildirnar kristnu megi
hljóta stuðning af. All margir mjög merkir prestar, bæði í
ríkiskirkjunni og meðal annara kirkjufélaga, hafa stofnað fé-
lagskap þennan; hafa þeir um langt skeið kynt sér málið og
halda því ákveðið fram, að alt hið mikilvægasta af því, sem
sálarrannsóknamenn hafa hlotið vitneskju um, sé í samræmi
við meginkenningu aðalkirkjudeildanna, og sérstaklega að því
er snertir guðdóm Krists; þeir halda því og fram, að engin þörf
sé á því að stofna sérstakar kirkjur til þess að gera hina
nýju þekkingu kunna, svo sem verið væri að stofna til sér-
stakra trúarbragða, þar sem hin nýja þekking bendir aðallega
til þess, að vísindaleg ' skýring sé þann veg að fást á biblíu-
legum megin-sannreyndum, þeim er allar kristnar kirkjudeildir
hafa kent, auk vitneskjunnar um óslitið, framstigult líf mann-
anna eftir dauðann, og er það í fullu samræmi við kenningu
kirknanna yfirleitt.
Fái hið nýja félag notið nægilegs stuðnings og sé þessari
stefnu og þessari sannfæringu haldið fastri, mun svo reynast,
að með félagsskapnum er fundin leið til þess, að allar kirkj-
urnar fái fært sér í nyt alt, sem gagnsamlegt er í hinni nýju
þekkingu. Undir því er mjög komið, að kristnir menn gerist