Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 147

Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 147
Preslafélagsritiö. Erlendar bækur. 143 kirkju vorrar frá siðbót og til vorra tíma. Því að þótt leitt sé frá að segja, eigum vér enn ekki sögu] kirkju vorrar á voru máli sérstaka og í einu lagi. I „Almennri kristnisögu“ eftir núverandi biskup vorn er kristnisaga Islands rakin frá byrjun og sögð til þess tíma, er siðbótin hefir verið tekin í lög á landi hér. Um sérstök tímabil í sögu kirkju vorrar hefir verið skrifað ítarlega og heimildarrit mörg eigum vér prentuð. En sérstaka kirkjusögu Islands hefir enginn enn Iagt út í að rita á voru máli og gefa út. Meðan svo er ástatt, má mönnum þykja vænt um að geta notað þessa dönsku kirkjusögu, og það því fremur, sem fyrri hlutinn, fram að siðbót, er væntanlegur innan skamms, og er þegar að mestu leyti fullbú- inn til prentunar. Mun mörgum kært að fá alla kristnisögu vora í slíkri skrautútgáfu, enda vonandi að það ýti 'undir samningu og útgáfu ítarlegrar íslenzkrar kirkjusögu Islands, sem sennilega gæti þá orðið myndum prýdd, eins og sú danska. Dómum um menn og málefni virðist mjög í hóf stilt í þessari kirkju- sögu. Að vísu má lengi deila um sum vafaatriði, sem líta má á á ýmsa vegu. En engum sem bók þessa Ies, mun blandast hugur um, að reynt er að skýra rétt og satt frá og dæma sanngjarnlega, hvort sem það kem- ur heim við dóm fyrri sagnaritara eða ekki. Má þar sérstaklega benda á dóm höfundar um biskupana Gissur Einarsson og ]ón Arnason. Gissur biskup Einarsson hefir, sem alkunnugt er, sætt þungum dómi hjá flestum sagnariturum vorum. Hefir hann verið talinn fláráður undir- hyggjumaður, er reynst hafi illa velgerðamanni sínum, og lítt hafi skeytt um hverjum meðölum væri beitt, ef mál hans aðeins fengju framgang. — Talsvert önnur mynd er oss hér sýnd af þessum mikilhæfa biskupi og brigður bornar á, að hann hafi átt sök á handtöku Ogmundar biskups. Má nánar lesa um ástæður fyrir þeirri vefengingu í „Almennri kristni- sögu“ höfundarins. Sést þar einnig vel, að ekki er ætlunin að þvo Gissur hreinan af öllu því, er á hann hefir verið borið, eða neita því, .að hann í ýmsu tilliti hafi verið barn síns tíma, en jafnframt bent á, að þess beri að gæta, að sjaldan hafi nokkur maður hér á landi átt öllu erfiðara að- stöðu með áhugamál sín en Gissur biskup. Og þegar þess sé gætt verði ekki nógsamlega að því dáðst, með hve mikilli atorku og óþreytandi elju hann starfaði að því að leiða hið mikla áhugamál sitt til sigurs, og hve vel honum tókst að vinna bug á ýmsum þeim tálmunum, sem hér urðu á vegi hans. — Við dómi þessum hafa nýjustu rannsóknir dr. Páls E. •Ólasonar ekki haggað í aðaldráttum, þóft á milli beri í einstaka atriðum, t. d. um bréf það, er Gissur, samkvæmt „Biskupaannálum" ]óns Egils- sonar, á að hafa skrifað Ogmundi biskupi og sent austur yfir heiði, þess efnis, að Ogmundur þyrfti ekki Dani að óttast, þeir ætluðu honum ekk- ert ilt að gera. Telur biskup vor söguna um bréf þetta uppspuna einan, en dr. Páll kemst að þeirri niðurstöðu, að ástæðulaust sé að vefengja sögu séra ]óns Egilssonar um bréfið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Prestafélagsritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.