Prestafélagsritið - 01.01.1922, Qupperneq 163
Prestafélagsritiö.
Erlendar bækur.
159
voru komnar úl 7 útgáfur af henni. En þessi þýðing á nýnorsku, sem
hér er um að ræða, er gerð eftir 30. útgáfu frá 1919. Sýnir þetta, hve
mikla eftirtekt bókin vakti þegar í fyrstu og einnig hitt, hve mikið enn
þykir ti! hennar koma.
Vönduð dönsk þýðing af bók þessari kom út 1906, en hafði þann
galla, að sumum köflum var þar slept til þess að gera bókina styttri.
Norska þýðingin sleppir engu úr og er að því leyti fullkomnari, og fljótt
munu flestir komast upp á að lesa nýnorska málið, sem bókin er þýdd á.
Allir þeir, sem kynnast vilja trúarlífssálarfræði síðari tíma ættu að lesa
þessa ágætu bók, sem hefir merkilegan fróðleik að færa, en er skrifuð
svo skemtilega, að mörgum hefir þótt unun að lesa hana.
„PLADS FOR ]ESUS“. Postille af J. J. Jansen fhv. Sognepræst til
Röken. — 4de Oplag. — Kristiania. H. Aschehoug & Co. 1921.
Prédikanir þessar komu fyrst út 1904 og var þeim tekið svo vel, að
þegar næsta ár varð að gefa þær út á ný. Þessi fjórða útgáfa sýnir, að
enn þykir mikið koma til bókarinnar í Noregi. — Eg eignaðist prédik-
anir ]ansens þegar eg var á Hofi og fanst mikið til um þær. Sérstaklega
dáðist eg að tvennu er einkendi ræðurnar: hve Ijósar þær voru og al-
þýðlegar í bezta skilningi, og hve stuttir inngangar hans voru og hann
fljótur að komast að efninu. — ]ansen presti var illa við langa innganga
að ræðum. Það sést af bók hans „Forkyndelsen", sem er skemtilega
skrifuð prédikunarfræði. Þar kemst hann svo að orði um inngangana:
„Eg gæti freistast til að segja með einstaka prédikunarfræðingi: Engan
inngang! In medias res! Beint að efninu! — Einkum þegar eg hugsa um
smáprédikanir þær á undan prédikuninni, sem margir prédikarar hafa
komið með og nefnt inngang. Margir munu, er þeir hugsa um þessa
löngu innganga, segja um prédikanir mínar og einstakra annara: „I þeim
er enginn inngangur". — Nei, vanalega ekki nema 4—8 línur. En það
má gera mikið með 4 línum. — Hvað má gera? Prédikarinn getur leitt
áheyrendurna að umrceðuefninu og vakið eftirtekt þeirra og áhuga á því,
svo að þeir ósjálfrátt opni eyru sín og huga; svo að þeir verði samhuga
prédikaranum í vali efnisins og segi við sjálfa sig: „]á, þetta erum vér
fúsir að hlusta á“. . . . Auðvitað vil eg ekki gera 4—8 línur að fastri
ófrávíkjanlegri reglu. Það getur verið góður og fyllilega réttmætur inn-
gangur, þótt hann sé helmingi eða 3falt Iengri. Aðalatriðið er, að hann
nái tilgangi sínum, sem er sá, að leiða huga áheyrendanna að umræðu-
efninu, eins og að dyrum, sem þeir óska sér að ganga inn um“.
Ingvald Forsberg: „DEN STORE STRIDEN". — Kristiania. Olaf
Norlis forlag. 1921. — 208 bls. —
Þetta er skáldsaga, sem lýsir trúarbaráttu manns, sem á æskuárum
verður fyrir áhrifum frá þröngsýnni og svartsýnni kristindomsstefnu, sem