Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Síða 28

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Síða 28
26 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Henry A. Hálfdansson. Einar Thoroddsen. byggingarframkvæmdir hófust ekki fyrr en í september 1975, og var byggingin vígð á 40. Sjómannadaginn 1977, en heimilið ekki opnað til vistunar fyrr en 11. nóvember 1977; 1. hæðin með 29 vistmenn. Nú eru á Hrafnistu í Hafnarfirði 221 vistmaður, þar af í almennri vist 115, hjúkrunardeild 86, orlofsdvöl 9 og í dagvistun eru 19. í smáhýsum við Boðahlein dvelja nú 45 manns, - og í smíðum er álíka smáhýsahverfi við Nausta- hlein. Hrafnistuheimilin hýsa því alls um 600 aldraða og sjúka. * Þá kem ég að þeirri framkvæmdinni, sem segja má að hafi gengið næst lífi samtakanna af öllum þeirra fram- kvæmdum. Hugmyndin bak við Laugarásbíó var eðlileg. Bíó- rekstur var arðvænlegur þegar Sjómannadagssamtökin fengu leyfi til kvikmyndasýninga 1954 og menn höfðu fyrir sér fordæmi um bíórekstur til styrktar mannúðar- og menningarmálum, þar sem var Háskólabíó. Laugarásbío var hugsað til að létta undir með rekstri Dvalarheimilisins og kvikmyndasýningar voru, sem fyrr segir, fyrst hafnar í borðsal Hrafnistu; húsið þá í smíð- um, en framkvæmdum við þann hluta, þar sem bíósýn- ingar skyldu haldnar, hraðað og þar fyrst sýndar myndir 1955. Svo var ákveðið 1956-57 að hefja byggingu bíó- húss. Samkomuhús var strax á teikningu Agústs Stein- grímssonar af Hrafnistu, það var því engin ný hugmynd að reisa samkomuhús og ekki heldur það, að þar væri hægt að sýna kvikmyndir vistfólki til skemmtunar, - en það sem var ákveðið 1956, var að ráðast í að byggja fiillkomnasta bíóhús landsins og þá með það í huga, að þar væri hægt að nýta nýjustu sýningartækni, breiðtjald og þrívíddarmyndir. Það gekk miklu seinna og varð dýrara en ætlað hafði verið að byggja húsið og afla tækja og koma þeim í lag til sýningar. Það var ekki fyrr en síðla árs 1960 að sýningar gátu hafizt. Bíóbyggingin olli miklum deildum í Sjómannadags- ráðinu, einkum vegna þess, að fulltrúarnir sögðu bygg- ingarframkvæmdir við bíóhúsið tefja framkvæmdir við dvalarheimilið og það var viðkvæmt mál í samtökunum. Þessar deilur bárust út og hlutust af blaðaskrif. Slæmur orðrómur skaðar, þótt enginn fótur sé fyrir honum og þessi umræða reyndist samtökunum stórskaðleg. Máls- metandi menn og valdhafar, sem málefni samtakanna heyrðu undir, trúðu ekki því, sem á samtökin og ráða- menn þeirra var borið, en hlutu þó að spyrja sjálfa sig, hversu vinsælt það væri eða ráðlegt, að hlaða undir mannúðarsamtök, sem lægju undir ásökunum um mis- tök í framkvæmdum og stjórnleysi þar ríkjandi vegna óeiningar. Það var mikið áfall fyrir samtökin, og ekki efamál, að þessi ófriður og þau blaðaskrif, sem af honum hlutust, hafi verið meðvirkandi, þegar Alþingi ákvað 1963 að taka af samtökunum 40% af arði happdrættis DAS, sem við höfðum byggt upp með velvilja almennings og öflug- um áróðri. Þessi hluti af arðinum átti svo að renna til framkvæmda opinberra aðila til elliheimilisbygginga og fenginn Tryggingarstofnun ríkisins til ráðstöfunar. Bíóreksturinn hefur að því leyti létt undir með Hrafn- istu að ríkið endurgreiðir Hrafnistu 90% af skemmtana- skattinum, sem bíóið greiddi ríkinu. Þá hefur og Hrafn- ista reiknað sér leigutekjur af bíóinu, þar sem húsið er eign Hrafnistu, byggt sem samkomuhús heimilisins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.