Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Síða 160

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Síða 160
158 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ stöö. Þá bættust í hópinn innlendu loftskeytastöðvarnar í Flatey á Breiðafirði, Hesteyri og Vestmanna- eyjum, en viðskipti við þá síðast töldu urðu oft mikil þegar sæsíminn bilaði, sem ekki var ósjaldan á þess- um árum. Upp úr 1920, fóru íslensku togararnir að fá loftskeytastöðvar og flest fraktskipin, sem komu til lands- ins, voru búin loftskeytatækjum. Þessi fyrstu skip voru að sjálfsögðu búin neistastöðvum, hverfineista- brautinni frá Marconi og slökkvi- neistabrautinni frá Telefunken. Þegarhérerkomið sögu, 1920, eru starfsmenn á TFA orðnir 3 auk Friðbjarnar, og verður nánar vikið að því síðar. Þetta ár voru teknar upp sólarhringsvaktir á stöðinni og hefur svo verið allar götur síðan. Það má til gamans geta þess, að það þótti merkisatburður í sögu loft- skeytastöðvarinnar, þegar fyrst heyrðist í bresku útvarpi, en það var árið 1920. Friðbjörn segir svo frá: „Hallgrímur Matthíasson var á vakt. Allt í einu barst honum til eyrna Mis- sourivalsinn utan úr geimnum. Hann trúði ekki sínum eigin eyrum. Mis- sourivalsinn var þá einna merkasti „slagari“ á allra vörum. Hallgrími datt í hug, eins og eðlilegt var, að valsinum hefði „slegið inn", hann hefði fengið danslag þetta á heilann. Svo hann fór niður í kjallara og hitti þar konur, er voru að vinnu sína. Bað þær að koma í skyndi og vera sér til aðstoðar. Þær komu strax og fengu hlustunartæki á eyrun. Til mikillar gleði fyrir Hallgrím, en þeim til mikillar undrunar, heyrðu þær það sama Missourivalsinn berast sér til eyrna úr ljósvakanum. Þetta var allt með feldu. Úti í Englandi var Marconifélagið að prófa 6 kílówatta útvarpsstöð í Chelmsford. Hún sendi út á 2500 metrum. Og hún heyrðist hingað þennan dag í fyrsta sinn“. Þegar Kristján konungur fór sína frægu Grænlandsferð 1921, var mikið að gera á loftskeytastöðinni. Hann fór með e. s. íslandi, skipi Samein- aða félagsins. En varðskipið „Fylla“ var fylgdarskip. TFA hafði samband við bæði þessi skip allan tímann með- an þau voru í Grænlandi og var mikið um skeytasendingar. Blaðamenn voru í „Fyllu“ og sendu fréttir af ferðinni. En ferðin varð ennþá sögu- legri vegna þess, að konungsskipið ísland vék af áætlunarleið og fór alla leið norður til Upernivik. Sænska farþegaskipið „Bele“, strandaði á blindskeri fyrir utan Upernivik og sendi út SOS. Konungur gaf strax skipun um að halda norður eftir til hins nauðstadda skips. Sambandið rofnaði á milli skipanna. Konungs- skipið ísland lá í þrjá sólarhringa í svartaþoku og fann ekki skipbrots- mennina. Mikil hætta var á að „Is- land“ kynni að rekast á sama skerið. En loks létti þokunni og flakið af „Bele“ sást rétt framundan. Skip- brotsmennirnir höfðu komist í land á nærliggjandi eyju og var þeim nú bjargað, alls 83 skipbrotsmönnum. Um þennan atburð má lesa í bókinni „Æskuár mín á Grænlandi" eftir Pet- er Freuchen, (bls. 366 til 377) bráð- hressileg frásögn, eins og vænta mátti af hendi höfundar. í öndverðum aprílmánuði 1924 lögðu fjórar flugvélar af stað frá Seattle á vesturströnd Bandaríkj- anna og áttu þær að fljúga umhverfis hnöttinn. Þetta var talið reynsluflug, en jafnframt átti það að sýna að Bandaríkin stæðu öðrum þjóðum framar hvað samgöngur í lofti snerti. Flugvellir voru fáir á þessari fyrir- huguðu leið og voru því valdar sjó- flugvélar af Douglasgerð, voru tveir menn í hverri vél. Það var athyglisvert, að hættuleg- asti kaflinn á þessari löngu leið var þegar í upphafi talinn frá Orkneyjum um ísland og Grænland — Labrador. Þegar flogið var yfir Alaska heltist ein flugvélin úr lestinni, en hinar þrjár héldu áfram og gekk þeim ferð- in vel. Komu þær til Bretlands í end- aðan júlí og lögðu af stað til íslands 2. ágúst. Þegar komið var skammt frá Orkneyjum skall yfir svartaþoka, og treystust tveir flugmannanna ekki til að halda áfram og sneru aftur. En þriðja flugvélin, sú er Svíinn Nelson flaug, hélt áfram og lenti heilu og höldnu á Hornafirði eftir 8 1/2 klst. flug. Þetta er að því leyti merkilegt, að Nelson er fyrsti flugmaðurinn sem flýgur til íslands. Þann 4. ágúst lögðu hinir tveir af stað frá Orkneyjum. Þegar þeir áttu skammt ófarið til Færeyja, þurfti önnur flugvélin að nauðlenda á sjón- um. Flugmönnunum var bjargað um borð í enskan togara, sem kom þeim síðan um borð í ameríska herskipið Richmond. Hin flugvélin komst heilu og höldnu til Hornafjarðar eftir 6 klst. flug. Richmond hélt nú til Reykjavíkur og fór þá fjör að færast í viðskiptin við TFA. Amerísku blaðamennirnir voru um borð í Richmond og símuðu linnulaust fréttir til blaða sinna. Eftir komu skipsins til Reykjavíkur settust blaðamennirnir að á Hótel íslandi, en þar höfðu flugmennirnir bækistöð sína, eftir að þeir komu til Reykja- víkur. Blaðamönnunum þótti við- kunnanlegra að láta skeytin, er þeir sendu, koma frá herskipinu „Rich- mond“. Þeir glömruðu á ritvélar sín- ar inni á Hótel Islandi og sendu handritin út í Richmond. Þaðan voru þau svo send í loftskeytum til TFA, sem sendi síðan skeytin rétta boðleið niður á Landssímastöð, sem þá var í Pósthússtræti. Þetta flýtti að vísu ekki afgreiðslu skeytanna. En loft- skeytamennirnir á TFA unnu vel fyrir mat sínum, og skeytin báru það með sér að þau væru send frá skipi ameríska flotans. Reykvíkingar fögnuðu þessum flugmönnum af innilegri gleði, enda voru þetta fyrstu mennirnir, sem komu hingað um loftsins vegu. Og nú fannst mönnum sem einangrun íslands væri rofin. Þessir víkingar loftsins komu með nýja tímann með sér, landið hafði enn einu sinni færst nær hinum menntaða heimi. Gleðin var ekki síðri nú en þegar fyrstu loftskeytin bárust til íslands 1905 og þegar rit- símasambandið komst á og Lands- síminn tók til starfa 1906. Starfsemin á loftskeytastöðinni í Reykjavík fór ört vaxandi á næstu árum og var tækjakostur aukinn í samræmi við það. Þess ber að geta, að ísland var fyrsta landið í Evrópu til að leggja niður neistasendingar á strandarstöðvum sínum og taka lampasenda upp eingöngu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.