Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Side 186
184
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Á þessari mynd er annar bátanna búinn að draga og er á landleið, hinn er enn að draga. Það er bræla.
ef veður var að ganga upp. Stærstu
bátarnir, sem settir vóru í hverjum
róðri að haust- og vetrarlagi, vóru
þeir Max og Baldur, 9 tonna bátar,
með 20 hestafla þungbyggðum vél-
um (Union).
Finnbogi var skorðumaður í 24 ár,
en svo var aðalstuðningsmaðurinn
oftast nefndur, og þótti Finnbogi
með færustu mönnum, enda bæði
sterkur maður og laginn. Finnbogi
segir í byrjun lýsingar sinnar:
„Var glæfralegt í augum aðkomu-
manna, að sjá menn standa undir
þessum báknum í hífingu og ofan-
setningi. Varð allt að vera vel traust
og öflugt, bæði pelar, strengir,
stopparakrókar, spillykkjur, skorð-
ur og skorðujárn og búkkar. Ef eitt-
hvað bilaði gat það kostað líf og lim-
lestingar margra manna.“
Þetta máttu menn búa við í þessu
plássi, að setja ofan og síðan upp í
hverjum róðri. Hrygglengjan fór illa
á Bolvíkingum. Bátarnir vóru allir
súðbyrtir og skarsúðin kom illa við
bakið, og marði vöðva, þegar bátn-
um veitti á menn, eða það þurfti að
baka þá mikið í ofansetningi. Það
var fyrir nokkrum árum síðan, að
burtfluttur Bolvíkingur, sem hafði
róið þar í æsku, þurfti að láta taka
röntgenmyndir af bakinu. Hann var
þá orðinn rígfullorðinn maður og
hafði ekki komið nálægt því að taka
bát í 30 ár eða meira. Þegar læknarn-
ir sáu myndirnar, þá sögðu þeir:
„Það hlýtur að vera ónýtt á þér
bakið, öll hrygglengjan er kolsvört
frá banakringlu og niður í rófulið.1'
Bolvíkingurinn var nú ekki á því,
að bakið væri alveg ónýtt, þó að
hann fyndi stöku sinnum til neðst í
mjóhryggnum, og bað þá að athuga
betur myndirnar, sem þeir gerðu.
Bakið var svart af gömlu mari, und-
an bátkoppunum í Víkinni.
Það var þó furða, hvað þeim entist
bakið í mörgum. Ekki finnur Finn-
bogi Bernódusson, nú hálfníræður,
til í baki, ekki heldur þeir Kristján
Sumarliðason, nær áttræður, né
Magnús Haraldar, á áttræðisaldri,
og vóru þeir þó stuðningsmenn
(skorðumenn) árum saman. Allir
teinréttir karlar, eins og þeir hafi
aldrei komið nálægt bát í setningi.
Svona er skrokkurinn misvelgerður
á mönnum, bak sem annað.
Einu sinni var farið með 7 tonna
bát úr Bolungavík til viðgerðar í
bátasmíðastöð í öðru byggðarlagi.
Báturinn var settur upp með alls-
kyns tilfæringum, svo sem gerist í
bátasmíðastöðvum. Þegar viðgerð
var lokið, komu Bolvíkingar að
sækja bátinn. Þeir komu fjórir, einn
til að stoppa bátinn niður, tveir til að
styðja hann og einn til að leggja fyrir.
Og þeir höfðu með sér tvær skorður
og hlunna.
Þegar smíðastöðvarmennirnir sáu
sinn manninn fara undir hvora síðu
og formaðurinn skipaði að láta
„síga“, öskraði slippstjórinn á Bol-
víkinga, að stoppa, hann ætlaði ekki
að láta menn, þótt vitlausir væru,
drepa sig fyrir augunum á sér. Og
varð hann að ráða. Það tjóaði ekki
fyrir Bolvíkingana að segja, að
þennan bát væru þeir nú búnir að
setja mörg hundruð sinnum með
þessu lagi. Slippmenn komu svo
með allar sínar slippgræjur, og það