Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 186

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 186
184 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Á þessari mynd er annar bátanna búinn að draga og er á landleið, hinn er enn að draga. Það er bræla. ef veður var að ganga upp. Stærstu bátarnir, sem settir vóru í hverjum róðri að haust- og vetrarlagi, vóru þeir Max og Baldur, 9 tonna bátar, með 20 hestafla þungbyggðum vél- um (Union). Finnbogi var skorðumaður í 24 ár, en svo var aðalstuðningsmaðurinn oftast nefndur, og þótti Finnbogi með færustu mönnum, enda bæði sterkur maður og laginn. Finnbogi segir í byrjun lýsingar sinnar: „Var glæfralegt í augum aðkomu- manna, að sjá menn standa undir þessum báknum í hífingu og ofan- setningi. Varð allt að vera vel traust og öflugt, bæði pelar, strengir, stopparakrókar, spillykkjur, skorð- ur og skorðujárn og búkkar. Ef eitt- hvað bilaði gat það kostað líf og lim- lestingar margra manna.“ Þetta máttu menn búa við í þessu plássi, að setja ofan og síðan upp í hverjum róðri. Hrygglengjan fór illa á Bolvíkingum. Bátarnir vóru allir súðbyrtir og skarsúðin kom illa við bakið, og marði vöðva, þegar bátn- um veitti á menn, eða það þurfti að baka þá mikið í ofansetningi. Það var fyrir nokkrum árum síðan, að burtfluttur Bolvíkingur, sem hafði róið þar í æsku, þurfti að láta taka röntgenmyndir af bakinu. Hann var þá orðinn rígfullorðinn maður og hafði ekki komið nálægt því að taka bát í 30 ár eða meira. Þegar læknarn- ir sáu myndirnar, þá sögðu þeir: „Það hlýtur að vera ónýtt á þér bakið, öll hrygglengjan er kolsvört frá banakringlu og niður í rófulið.1' Bolvíkingurinn var nú ekki á því, að bakið væri alveg ónýtt, þó að hann fyndi stöku sinnum til neðst í mjóhryggnum, og bað þá að athuga betur myndirnar, sem þeir gerðu. Bakið var svart af gömlu mari, und- an bátkoppunum í Víkinni. Það var þó furða, hvað þeim entist bakið í mörgum. Ekki finnur Finn- bogi Bernódusson, nú hálfníræður, til í baki, ekki heldur þeir Kristján Sumarliðason, nær áttræður, né Magnús Haraldar, á áttræðisaldri, og vóru þeir þó stuðningsmenn (skorðumenn) árum saman. Allir teinréttir karlar, eins og þeir hafi aldrei komið nálægt bát í setningi. Svona er skrokkurinn misvelgerður á mönnum, bak sem annað. Einu sinni var farið með 7 tonna bát úr Bolungavík til viðgerðar í bátasmíðastöð í öðru byggðarlagi. Báturinn var settur upp með alls- kyns tilfæringum, svo sem gerist í bátasmíðastöðvum. Þegar viðgerð var lokið, komu Bolvíkingar að sækja bátinn. Þeir komu fjórir, einn til að stoppa bátinn niður, tveir til að styðja hann og einn til að leggja fyrir. Og þeir höfðu með sér tvær skorður og hlunna. Þegar smíðastöðvarmennirnir sáu sinn manninn fara undir hvora síðu og formaðurinn skipaði að láta „síga“, öskraði slippstjórinn á Bol- víkinga, að stoppa, hann ætlaði ekki að láta menn, þótt vitlausir væru, drepa sig fyrir augunum á sér. Og varð hann að ráða. Það tjóaði ekki fyrir Bolvíkingana að segja, að þennan bát væru þeir nú búnir að setja mörg hundruð sinnum með þessu lagi. Slippmenn komu svo með allar sínar slippgræjur, og það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.