Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Side 192

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Side 192
190 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Báturinn við Brjótinn er Særún, 12 tonna. Hún var sett nokkrum sinnum, en menn gáfust upp á því. Hafnarskilyrði voru líka að batna og bátar gátu legið í verra við Brjótinn en áður gerðist. þeim mæddi mest í öllum setningi. Illa var formönnum við að skipta oft um þessa menn, því að mikið var undir því komið, að þeir væru snar- ráðir og samhentir, ekki sízt við lendingar, ef órólegt var . . .“ Sérstakir búkkar vóru látnir fylgja bátnum sinn hvorum megin, bæði í upp- og ofansetningi. Þeir vóru sverviða og reknir saman í þríhyrn- ing, og lá langhliðin undir bátinn og var bilið milli búkkans og súðarinnar mjög lítið, svo sem eins og tvær tommur eða svo, því að ef mennirnir misstu jafnvægið á bátnum, þá átti búkkinn að taka sem fyrst við þung- anum, ella gat hann farið innúr síð- unni á bátnum, ef hann kom ekki á búkkann fyrr en hallinn var orðinn mikill. Búkkarnir máttu þó heldur ekki vera of nálægt síðunni. Þá gat bátur- inn snert þá, án þess að þörf væri á, og dregið með sér, og þeir skekktust þá og hætt var við að hornið gengi innúr síðunni. I ofansetningi, þegar öll skipshöfnin var niður við bátinn nema stopparamaðurinn, færði aft- asti maður á síðunni búkkann jafnt og báturinn seig. Búkkarnir voru jafnan hafðir fyrir aftan skorðu- manninn, það er rétt fyrir aftan miðsíðuna í ofansetningi, en fyrir framan í uppsetningi. Pað var ekkert gamanspaug að missa bát á hliðina. Finnbogi lýsir vel, því sem þá gerðist: „Ekki mátti koma fyrir, að bátar dyttu á síðuna. Fyrst kostaði það venjulega brot á byrðing, og var þá sjóferð töpuð. Og í annan stað þurfti mannfjölda til að reisa þá, ef þeir skyldu með mannsafli reistir, sem venjulegast var. Þá röðuðu menn sér á bátinn sem þéttast að hægt var stafna milli, en tveir búkkar voru til taks og maður við hvern. Er bátur- inn lyftist eitthvað, var búkkunum þrýst innundir. Þá lögðu menn sig til, færðu sig betur innundir og fengu sér betri viðspyrnu. Svo var hrópað: „Allir eitt,“ og báturinn lyftist. Fannig var haldið áfram þar til bát- urinn var aftur á réttum kili. Þá var skriðið undir hann og grandskoðað, hvort brotnað hefði. Ef svo heppi- lega vildi nú til að báturinn væri óbrotinn, var setningu haldið áfram. en væri hann brotinn, var hann hífð- ur. Og þar með var sjóferð töpuð hjá þeim bát þann daginn.“ Að leggjafyrir réð miklu um erfið- ið og allan gang, einkum í ofansetn- ingi. Pá er nú fyrst að nefna það megin- atriði, að hann varð að gæta þess að leggja hlunnana svo hátt, að kjölur- inn snerti hvergi grjótið, báturinn varð jafnan að vera allur á hlunnum. Fað kostaði mikið skak og erfiði, hvað lítið sem kjölurinn dróst í grjót, og færi hællinn í grjót, var sjaldan um annað að ræða en hífa bátinn aftur uppá hlunna. Hvorki kamburinn né fjaran var eggslétt. Formaðurinn varð því að velja hlunnana misþykka eftir mis- hæðum. Þessar mishæðir vóru nátt- úrlega ekki miklar, það var reynt að jafna yfirborð, bæði fjöru og kambs, eins og kostur var á, en samt gat formanninum mislánazt að velja nægjanlega þykkan hlunn í dæld, og missti þá kjalarhælinn í næstu ójöfnu. En hann varð að hækka hæl- inn rólega og jafnt. Hann mátti nefnilega aldrei leggja fyrir svo þykkan hlunn, að báturinn næðist illa eða ekki uppá hann, hællinn stæði í hlunninn. Þegar hann því sá ójöfnu framundan, reyndi hann að smáhækka hælinn, þannig að kjölur- inn slyppi yfir ójöfnuna án þess að snerta hana. I þessu efni var for- manninum einkum vandi á höndum þar sem brattur kamburinn og fjaran mættust, en líka þegar kom í fjöru- borðið, þar sem stórgrýttast var, ef lágt var í. Formaðurinn sótti hlunna, sem losnuðu undan bátnum að fram- an og dró þá aftur fyrir bátinn, en í þeim var snæri til að draga þá á og eins til að halda í, þegar lagt var fyrir í sjó fram, en hlunninum var þá ýtt niður í sjóinn með fætinum og haldið í bandið. Ef formanninum þótti hlunnur of þykkur, þá valdi hann sér annan eða öfugt, ellegar lagði undir hlunni með því að róta til mölinni og hækka hlunninn þannig eða lækka. Oft hljóp einhver til og færði for- manninum hlunnana, ef greiðlega og hratt gekk að setja ofan, því að þá mátti formaðurinn hafa sig allan við að leggja fyrir. Formaðurinn lagði venjulega fyrir eins langt í sjó fram
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.