Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 201
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
199
Svipmyndir úr 60 ára starfi Slysavarnarfélagsins.
Hannesar Þ. Hafsteins, sem frá 1973
hefur verið forstjóri félagsins. Starf
þessara manna hefur verið ákaflega
slítandi; þeir hafa orðið að vera í
viðbragðsstöðu á nóttu sem degi, ár-
ið um kring; vinnudegi þeirra var í
rauninni aldrei lokið. f*að er fyrst
núna á síðustu árum sem breyting
hefur orðið á þessu og núorðið
skipta starfsmenn félagsins á milli
sín bakvöktum, auk þess sem alltaf
er maður á vakt í Tilkynningaskyldu
íslenskraskipa.
F>að var mörg andvökunóttin
heima þegar leit stóð yfir — og oft
dapurt yfir pabba þegar hann þurfti
að færa aðstandendum sorgarfréttir.
En fögnuðurinn var líka mikill þegar
leit bar árangur og unnt var að
bjarga mannslífum.
Jú, faðir minn var trúmaður. En
hann talaði sjaldan um trúmál, flík-
aði ekki trú sinni, þótt hann tæki á
síðustu æviárum virkan þátt í safnað-
arstarfi sóknar sinnar. Allir sem gefa
sig að svona störfum hljóta að vera
trúmenn inn við beinið. Og það má
raunar segja að trúin sé það bjarg
sem Slysavarnafélagið byggir á.
Sjálfur hef ég mjög styrkst í barna-
trú minni eftir að ég fór að gefa mig
meira að málefnum félagsins.“
Haraldur gerðist ungur félagi í
björgunarsveitinni Ingólfi í Reykja-
vík og fór snemma að vinna íhlaupa-
vinnu hjá Slysavarnafélaginu á
skólaárum sínum. Hann fór stund-
um með föður sínum í erindrekstur
fyrir félagið út um land og seinna
nokkrar ferðir með Asgrími St.
Björnssyni erindreka.
„Pað voru ógleymanlegar ferðir.
Ásgrímur er bráðskemmtilegur
maður og hrífandi áhugasamur. Ég
man ég undraðist oft hvað fólk var
víða reiðubúið að leggja mikið á sig í
þágu félagsins og það var aðdáunar-
vert að kynnast því hvað menn voru
samhuga þegar til kastanna kom.
Smám saman jukust svo afskipti
mín, ég settist í stjórn Ingólfs og síð-
an hefur hvað Ieitt af öðru og frá
1982 hef ég verið forseti Slysavarna-
félagsins.
úsundum neyðarkalla hefur
verið sinnt í björgunarmið-
stöð Slysavarnafélagsins og
þaðan hefur nú í sextíu ár verið haf-
ist handa um aðgerðir til björgunar,
bæði á sjó og landi; kallaðar út björg-
unarsveitir, skip eða flugvélar Land-
helgisgæslunnar, og skipum og bát-
um íslenska flotans stefnt til leitar.
Alla tíð hefur verið frábært samband
milli félagsins og strandstöðva
Landsímans, en þær hafa gegnt
ómetanlegu hlutverki við leitar og
björgunarstörf. Björgunarsveitir
Slysavarnafélagsins hafa nú bjargað
hátt á þriðja þúsund manns úr sjáv-
arháska með fluglínutækjum — og
félagið á annan hátt stuðlað að
björgun ótilgreinds fjölda innlendra
og erlendra manna.
Samhliða uppbyggingu björgun-
arstarfs á sjó og landi, beitti Slysa-
varnarfélagið sér frá öndverðu fyrir
margskonar forvarnarstarfi. Barátta
fyrir aukinni sundkunnáttu var t.d.
snar þáttur í starfi félagsins og deilda
þess fyrstu árin. Pá hefur félagið
staðið fyrir margs konar fræðslu og