Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1927, Side 43

Eimreiðin - 01.01.1927, Side 43
EIMREIÐIN hún var svo RÍK, HÚN LAUFEY 23 Nú þaut í Gróu. Hún reis upp til hálfs og hvesti augun á Þorbjörgu. — 0, þegiðu, forsmánin þín. Eg held allir viti, hvað þér er. Þér er svo sem meira en vel komið, að ég tylli að þér, ef þig langar til þess. Það gæti kannske verið maður vissi eitthvað, sem þú ekki kærðir þig um að kastað væri í smettið á þér á almannafæri . . . Og láttu rétt hana Laufeyju í friði. Þó að hún sé þetta öðruvísi en við hinar, þá er hún þó fyrir þér í öllu! Þorbjörg svifti sænginni ofan af rúminu. — Skárri er það nú, ég vil ekki ákveða ofsinn! Eg hélt það dyttu þó ekki af ykkur gullhringarnir, þó að andað væri á ykkur! Laufey bældi sig niður í koddann. Hún endurtók orð Gróu með sjálfri sér: Þó að hún sé þetta öðruvísi en við hinar. Hún hafði svo oft heyrt þau áður — og alt af höfðu þau bakað henni sorg og sársauka. En í kvöld var eins og þau kæmu henni ekki við. Hún sá andlit Halldórs, með bros á vörum og glampa í augum — og hún sá stóran og reisuleg- an bæ, með hvítum þiljum og grænum þökum. Notalegur ylur streymdi um hana. Hún sneri sér við í rúminu, spenti greip- ar undir sænginni og lokaði augunum. Og hún þakkaði guði fyrir, hve hann væri henni góður og miskunnsamur faðir. Morguninn eftir gekk Laufey upp á herbergi sitt að lokn- um mjöltum. Hún þurfti að skifta um skó, áður en hún færi á engjarnar. En hún var varla sezt, þá er hún heyrði að hús- freyja kallaði á hana, neðan úr búrinu. Hún hélt, að hún mundi eiga að flytja einhver boð til engjafólksins, kastaði frá sér skónum og þaut ofan. En hún nam staðar, þá er hún kom í búrdyrnar . . . Húsfreyja sat uppi á borðinu með kross- lagðar hendur — og hún horfði svo undarlega á hana. Og Laufeyju varð órótt. Titringur fór um hana — og hún fann, að hún fölnaði. Húsfreyja benti þegjandi á stól — og Laufey gekk inn, settist niður og starði fram á gólfið. — Laufey mín! Laufey hrökk við. — Heldurðu að ég vilji þér vel — eða illa? Húsfreyja sagði þetta þýtt og lágt, en þó var ásökunarhreimur í röddinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.