Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1927, Síða 50

Eimreiðin - 01.01.1927, Síða 50
30 HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEY eimREIÐIN — Þarna getur þú setið, sagði hún og benti á stól, sem stóð öðrum megin við borðið. — Svo sit ég á rúminu. Halldór fór inn og skygndist um eins og hann ætti von a einhverju varhugaverðu. Svo settist hann á stólinn og lagði hendurnar fram á borðið. Laufey lokaði dyrunum og fetaði síðan á tánum inn gólfið- Hún settist á móti Halldóri og fitlaði við bænakverið, sem lá á borðinu. Við og við fóru hendurnar eins og ósjálfrátt út fyrir spjöldin á kverinu og nálguðust hendur Halldórs. Svo snart hún þær eitt augnablik og leit um leið á hann. Hann kiptist við, mjakaði sér til á stólnum og skotraði augunum til dyranna. Hún fölnaði og krepti hendurnar um kverið. Svo sagði hún barnslega þýtt og biðjandi: -- Ertu reiður við mig, Halldór? Viltu ekki segja mér frá eins og í sumar? Og ég sem hef verið að býsnast yfir- hvernig þú getir þetta alt saman? Halldór hafði horft fram á gólfið, en nú skaut hann horn- auga til Laufeyjar. Svo vottaði fyrir brosi í öðru munnvikinu, og eins og ósjálfrátt þreifaði hann á brjóstinu vinsta megin. Laufey fylgdi með augunum svipbrigðum hans og hreyf- ingum. Hún reyndi að vera róleg, en eftirvæntingin, blandin barnslegri aðdáun, skein út úr hverjum drætti í andlitinu. — Að hugsa sér alla þá peninga . . . fyrir jörðinni, hús- unum, fénu, hestunum og kúnum! Halldór rétti úr sér — og nú var brosið breitt og ánægju- legt. — O, það á nú svo sem margur meira. Augu Laufeyjar ljómuðu af von og gleði, og roði kom í kinnarnar. — Viltu nú ekki lo-o-fa mér að sjá bókina? Halldór þreifaði á brjóstinu, stakk svo hendinni lítið eitt hikandi inn á milli hnappanna á skyrtunni og dró upp bók- ina. Hann skoðaði hana í krók og kring, strauk trosnuð hornin á spjöldunum og lagði hana síðan fyrir framan sig. — Ojá, það á nú svo sem margur meira . . . En þetta er nóg fyrir mig! Hann sagði þetta lágt og stillilega, en drýg- indin í röddinni leyndu sér ekki. Hann strauk bókina flötum lófa og ýtti henni síðan yfir borðið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.