Eimreiðin - 01.01.1927, Side 122
102
RITSJÁ
EIMREIÐlN
18, 4to. Eitthvað vantar víst í tilvísunina „Lbs. 42“ (bls. 435, 1. 9 a. n.)-
Eg hef auðvitað ekki Iagt út í að bera saman allan þann grúa tilvísana,
sem höf. hefur, og er þetta ekki annað en það, sem ég hef rekist á
af hendingu.
Engin sanngirni er að heimta í svo efnismikiu riti sem þessu, að sneitt
verði hjá öllum mishermum, og verða hér talin nokkur dæmi, sem fvrir
hafa orðið. Er það fremur gert til fyllingar eða leiðréttingar fáeinum
atriðum en bókinni til hnjóðs.
Bls. 23. Það kemur dálítið ankannalega við, að Hans Gram skuli vera
kallaður Johannes Grammius upp á latínu. Svipað er, þegar þeir Worm
og síra Magnús í Laufási eru nefndir Wormius og Oiavius á bls. 74.
Þess hefði mátt geta á bls. 23, að maðurinn, sem bauð Guðmundi
Sigurðssyni með sér til Frakklands, hefur verið Plélo greifi (sbr. Safn
fræðafél. V 87—9)
BIs. 56. Grunnavíkur-Jón segir, að Sakir hafi fyrst hafist um 1680 oS
verið teknar upp á ný um 1720 (Safn fræðafél. V 314). Hann hefur lík'
lega vitað, að þær voru nýlega til orðnar, þegar Páll Vídalín, fóstri hans,
kom til háskólans, og endurreistar fyrir nokkurum árum, þegar hann
sigldi sjálfur. Hitt er miður rétt að hafa eftir honum ákveðin ártöl.
Bls. 79. Hér segir að Magnús bróðir Eggerts hafi þýtt á dönsku Jóns-
bók ásamt A. Þórarinssyni. Úr þessu A. á að lesa Agli. Það er ávalt
vítaverður siður um íslenzk nöfn að klípa þannig aftan af þeim (V. P-
G. gerir það víðar), en þó einkum villandi, þegar fyrsti stafur er breyli'
legur eins og hér. Auk þess er föðurnafnið rangt. Egill var Þórhallason-
Bls. 106. Slíks er að vísu smásmugulegt að geta, en heldur þykir mér
V. Þ. G. gera búandkörlunum undir Jökli þriðja-bekkjarlega upp orðin,
að tala um „afturkast sólarljóssins" á jökulfönnunum. Ætli þeir hafi ekki
kallað það snjóbirtu?
Bls. 120. Betur hefði farið á að vitna í Jón Espólín (og Boga Bene-
diktsson) á undan Vestfirðingasögu Gísla Konráðssonar. Gísli hefur sína
frásögn víst úr Árbókunum.
BIs. 144. Það virðist vangá, að V. Þ. G. eignar Einari Thorlacius
Specimen oeconomico-botanicum, sem út kom í Kaupmannahöfn 1776.
Höfundur þess var Jón Sveinsson (Bibl. Dan. II 192, Landfræðiss. III 121)-
Bls. 156, 161. -tíli á að vera -tili (eintili, tvítili, margtili).
Bls. 205. Misskilningur er, að síra Hjörleifur Þórðarson veitist að
Ijóðum síra Gunnars Pálssonar í skammavísum sínum um Hólaprent-
smiðju. Það sem hann reiddisf mest var Varúðarvísa, sem út kom 1757,