Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 33

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 33
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR árið 1985 að drengir og stúlkur voru með mjög hefðbundnar hugmyndir allt frá 11 ára aldri um hvaða störf henti konum og körlum. Því þótti mikilvægt að hefja mark- vissa fræðslu í fyrstu bekkjum grunnskólans um það að flest störf eða öll væru á færi beggja kynja. Við matið á því verkefni var hafður samanburður við 14 sambæri- lega samanburðarbekki sem ekki fengu verkefnisþjálfunina. Verkefnisþjálfunin fólst í krókavinnu þar sem áhersla var lögð á að kynin tækjust á við verkefni og sæju hvort annað vinna að verkefnum sem eru fremur tengd við annað kynið en hitt. 1 krókunum var unnið í hópum að smíðum, tækni (tæknilego), hannyrðum, heimilis- fræði og umönnun (Ve 1991). Þróunarverkefnið í Myllubakkaskóla er fyrsta verkefnið um jafnstöðu kynjanna sem Þróunarsjóður grunnskóla hefur styrkt, en undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að jafnstöðu kynjanna í skólum á vegum menntamálaráðuneytisins í samræmi við gildandi jafnréttislög.3 Síðan hefur verið ráðist í fleiri verkefni, meðal annars í tengslum við samnorræna verkefnið Nord-Lilia, sem snýst um jafnrétti í skólum og kennaramenntun. Höfundur er aðili að því verkefni vegna menntunar kennara við Háskóla íslands.4 Á fundi í Myllubakkaskóla 9. janúar 1991 var ákveðið að stefna að þrenns konar úrvinnslu og mati á þróunarverkefninu „Strákar og stelpur í takt við tímann": 1. Verkefnaskýrslu par sem fram komi sjónarmið sem flestra sem tengjast verk- efninu, m.a. kennara, foreldra, skólastjóra, samkennara og fræðsluskrifstofu. 2. Hugmyndabanka sem m.a. byggðist á dagbók kennara en átti að geta nýst öðr- um kennurum og skólum. 3. Rannsóknarskýrslu um mat á áhrifum verkefnisins á nemendur með hliðsjón af þeim markmiðum sem kennarar setja. Höfundur þessarar greinar tók að sér síðastnefnda matsþáttinn, og birtast niður- stöður í þessari grein. Ákveðið var að skila einni skýrslu eftir lok verkefnisins auk nauðsynlegra vinnuplagga. Skýrsla um matið var send kennurum til yfirferðar haustið 1993, en lokaskýrslu var skilað til Þróunarsjóðs grunnskóla og skólans í des- ember 1993.5 Fyrst verður greint frá þeirri aðferð sem beitt var við matið, sem miðaðist við það að athuga hvort markmiðum verkefnisins hafi verið náð. Þá verður greint frá helstu niðurstöðum og í lokin verður rætt um gildi og helstu annmarka mats af þessu tagi og hvaða ályktanir má af því draga. 3 Varðandi röksemdir fyrir því hvers vegna er talið æskilegt að huga vel að jafnrétti kynjanna í skólastarfi er vísað til Skýrslu nefndar um jafna stöðu kynja ískólum (Menntamálaráðuneytið 1990) og til greinar Guðnýjar Guð- björnsdóttur í Uppeldi og menntun frá árinu 1992. Einnig má benda á erlendar heimildir, t.d. Ve 1991, Like- stillingssekretariatet 1991, Arends & Volman 1992, samanber umfjöllun í niöurlagi þessarar greinar. 4 Verkefnisstjóri Nord-Lilia er Anne-Lise Arnesen frá Noregi. íslenski samræmingaraðilinn fyrir Nord-Lilia er Sigríður Jónsdóttir námstjóri í menntamálaráðuneytinu. Fyrir þá sem vilja kynna sér Nord-Lilia er bent á fréttabréf verkefnisins, Nord-Lilia Forutn, og á handbókina Nord-Lilia Guide (Arnesen 1994). 5 Ég vil að loknu verki þakka kennurum og skólastjórnendum Myllubakkaskóla fyrir samstarfið. Sömuleiðis þeim sem aðstoðuðu við að leggja verkefnin fyrir: Bryndísi Guðmundsdóttur, Ásu Björk Snorradóttur, Krist- rúnu Guðmundsdóttur, Margréti Jónsdóttur og Marínu Björk Jónasdóttur. Þá vil ég þakka þeirri síðastnefndu svo og Agnari Helgasyni fyrir þeirra framlag við úrvinnslu gagna. Einnig þakka ég ritrýnum og ritstjóra tíma- ritsins Uppeldi og menntun fyrir gagnlegar ábendingar. 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.