Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 49

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 49
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR nefndu norsku verkefni (Ve 1991:250) benda einnig til að verkefnisþjálfunin hafi ekki haft marktæk áhrif á hvað stelpum og strákum líkar að gera, þ.e. börnin úr tilraunabekkjunum voru a.m.k. með jafn hefðbundnar hugmyndir og börnin í sam- anburðarbekkjunum að þessu leyti eftir þriggja ára þátttöku í verkefninu. Markmið 2, að hafa áhrif á viðhorf barnanna til launaðra starfa, virðist hafa náðst að hluta. Mat barnanna á því, að hve miklu leyti þau 18 störf, sem spurt var um eru kvenna- eða karlastörf, breyttist ekki mikið frá upphafi til loka verkefnisins. f upphafi flokkar samanburðarhópurinn fóstrustarfið marktækt hærra sem kvenna- starf, en við lok athugunar í maí 1992 er munurinn horfinn. Breytingin er í þá átt að tilraunahóparnir hækka kvenleikagildið en samanburðarhópurinn lækkar það. Á svipaðan hátt kemur fram marktækur munur á tilraunahópi og samanburðarhópi við lok athugunar varðandi mat þeirra á gjaldkerastarfinu, sem er frekar kvenna- starf að mati tilraunahópsins en hins. Þetta bendir til að verkefnisþjálfunin hafi haft þau áhrif að börnin verði frekar „raunsæ" en jafnréttissinnuð, þ.e. að mat barnanna taki mið af því hverjir vinni störfin í raun fremur en af hugsanlegri umræða um að allir geti unnið öll störf, óháð kyni. Þetta er ekki óeðlilegt út frá aldri barnanna og hlutbundinni rökhugsun þeirra og um leið vanhæfni til að ræða út frá möguleikum fremur en veruleika. Mat barnanna á vægi starfa með tilliti til launa tekur meiri breytingum og þær eru meiri hjá tilraunahópnum en samanburðarhópnum. Af 18 störfum eru sex met- in marktækt lægra til launa í lok verkefnisins en í upphafi þess, en sambærileg breyting hjá samanburðarhópnum er ekki eins mikil né tölfræðilega marktæk. Þessi munur bendir til að umfjöllun um störfin hafi breytt hugmyndum barnanna um eðlileg laun fyrir þau. Breytingin virðist aftur vera í átt til raunsæis, þ.e. hugmyndir barnanna breytast til samræmis við þau laun og virðingu sem viðkomandi störf njóta í reynd. Þetta bendir til að tekist hafi með verkefninu að hafa áhrif á viðhorf barnanna til launaðra starfa, þó að ekki beri á grundvallarendurmati á hefðbundn- um kvennastörfum eins og stundum er kallað eftir í jafnréttisbaráttunni. Heildarniðurstöður varðandi markmið 3 - að hafa áhrif á viðhorf nemenda til ólaunaðra starfa - voru þær að markmiðið hafi náðst að hluta. Tilraunahópurinn telur fleiri störf bæði auðveld og mikilvæg í lok verkefnisins en samanburðarhópur- inn. Áhrifin virðast vera meiri á drengi, sem kemur ekki á óvart miðað við hefð- bundna hlutverkaskiptingu og hefðbundna félagsmótun kynjanna. Kennararnir nefna einnig að drengir hafi hagnast meira á verkefninu en stúlkur, sérstaklega um- fjölluninni um heimilisstörf í bekk þar sem mun fleiri drengir voru en stúlkur (Auð- ur Harðardóttir o.fl. [án árs], bls. 19). Sú niðurstaða er í raun mjög athyglisverð þar sem almennt virðist auðveldara að fá stúlkur til að tileinka sér karlastörf og gildi sem eru karllæg, en öfugt. Ekki er ljóst hvort heimilisþáttur starfskrókanna hefur verið áhrifameiri en aðrir eða hvort skýringin er sú að foreldrar tóku virkan þátt í heimilisþættinum, bæði með heimsóknum í skólann og í gegnum heimaverkefni, og að þessi störf eru nærtækari fyrir börn á þessum aldri en störf á vinnumarkaði. í áðurnefndu þróunarverkefni í 1.-3. bekk í Noregi var lögð megináhersla á að hafa áhrif á viðhorf drengja til umönnunar- og heimilisstarfa, sem tókst að mati kennara eftir nokkra byrjunarörðugleika. Þeir fólust í því að drengirnir höfnuðu eða fóru illa 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.