Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 51

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 51
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR Efnislega er mikilvægt að átta sig á hvað af þessu þróunarverkefni er til eftir- breytni og hvernig það samræmist þeirri stefnumörkun sem liggur fyrir frá menntamálaráðuneytinu í ritinu Jöfn staða kynja í skólum (Menntamálaráðuneytið 1990). Þar segir að stefna skuli að því í skólastarfi „að efla sjálfstæði og sjálfsvirð- ingu bæði stúlkna og drengja og búa þau jafnt undir virka þátttöku í fjölskyldulífi, atvinnulífi og mótun samfélagsins alls" (bls. 15). Til að ná þessu markmiði er mælt með að allir, óháð kyni, fái hvatningu til náms í samræmi við áhuga og þroska; að tekið verði mið af kynjamun og ólíkri stöðu kynja í öllu skólastarfi; og að konur, reynsla þeirra og kvennamenning verði gerð sýnilegri en áður og stuðlað að auk- inni virðingu fyrir konum og því sem er kvenlegt (sama stað). Þarna má bæði sjá áherslu á jafnrétti einstaklinga óháð kynferði í anda frjálslyndisstefnu (líberalisma) eða frjálslynds feminisma, áherslu á að taka mið af kynferði og vinna gegn hefð- bundinni kynjamótun og á það að endurmeta gildi þess kvenlæga. Sambærilegar áherslur er að finna í stefnumörkun nágrannalandanna (Arends & Volman 1992; Likestillingssekretariatet 1991) enda ljóst að nýjar rannsóknir setja spurningar- merki við gildi hefðbundinnar kynhlutverkamótunar í nútímaþjóðfélagi (Katz og Ksansnak 1994, Guðný Guðbjörnsdóttir 1992 og 1994. Sjá einnig Margréti Pálu Ólafsdóttur 1992). Markmið þróunarverkefnisins í Myllubakkaskóla samræmast ofannefndri stefnumörkun. Þó að ekki hafi tekist að efla virðingu fyrir kvennastörfum á vinnu- markaði út frá mælikvarðanum hæfileg Iaun, er ljóst að með því að hafa heimilis- störfin í brennidepli verður hefðbundin kvennamenning sýnilegri. Augljóst er að í þessum niðurstöðum birtist skýrt sú þversögn sem felst í því að fræða um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna í þjóðfélagi þar sem slíkt er lögbundið en ekki stað- reynd. Við slíkar aðstæður hljóta mótsagnir að koma í ljós ef eingöngu er fjallað um staðreyndir, t.d. um gildandi lög, hverjir vinna störfin og hvað er greitt í laun fyrir þau. Það sem virðist hafa gerst í þróunarverkefninu í Myllubakkaskóla er að áþreif- anleg reynsla og fræðsla um stöðu kynja á vinnumarkaði og á heimilum hefur orðið áhrifameiri en hugsanleg umfjöllun um jafnréttislög, og að samkvæmt þeim skipti kynferði ekki máli. Mér virðist það rökrétt niðurstaða miðað við aldur barnanna, m.a. vegna þess að óhlutbundin hugsun er ekki á færi þessa aldurshóps og þá skipta fyrirmyndir og áþreifanleg reynsla meira máli en háfleyg umræða um lög, jafnrétti og siðferði. Þetta sýnir glöggt vandann við fræðslu af þessu tagi fyrir svona ung börn, þó að niðurstöður sýni jafnframt (sbr. Töflu 7) að hefðbundin viðhorf til stöðu kynjanna mótast mjög snemma og því eðlilegt að álykta eins og fjölmargir aðrir að þessa fræðslu verði að hefja sem fyrst á skólaferlinum (Ve 1991, Arends & Volman 1992, Katz & Ksansnak 1994, Arnesen 1994, Menntamálaráðuneytið 1990, Likestill- ingssekretariatet 1991, Guðný Guðbjörnsdóttir 1992, Margrét Pála Ólafsdóttir 1992). Hvernig á að búa stúlkur og drengi undir það að búa í samfélagi þar sem jafn- réttislög eru í gildi, en samt sem áður hafa karlmenn mun hærri laun og meiri völd en konur og barneignir og heimilishald koma misjafnt við drengi og stúlkur? A að benda á misræmið milli laga og veruleika eða á að kynna jafnréttið, eða að horfa fram hjá kynferði og láta einstaklingana reka sig á síðar? Eg tel engan vafa leika á 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.