Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 103

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 103
GUÐMUNDUR B. ARNKEL5S0N þáttum. Niðurstöðurnar gefa hins vegar til kynna að slíkir þættir hafi minni áhrif á niðurstöður samræmda prófa en æskilegt er við mat á námsárangri. Það mætti velta fyrir sér hvort náin tengsl ólíkra einkunna gefi einfaldlega til kynna að sérhver nemandi fái jafngóða kennslu í öllum greinum sem samræmd próf eru haldin í. Þannig væri kominn sterkur sameiginlegur áhrifaþáttur sem skýrði frammistöðu í ólíkum greinum og væri hægt að tefla gegn námshæfileikum sem skýringu á niðurstöðunum. Á slíkri skýringu eru þó tveir annmarkar. Annars vegar þarf jafngóð kennsla í öllum námsgreinum ekki að fela í sér að kennslan sé almennt fullnægjandi, heldur það að öll kennsla sé jafnslæm. Gott skólakerfi felur nánast í sér að sumir kennarar skari fram úr og aðrir séu umtalsvert undir meðallagi í árangri sínum við kennslu. Einsleitni í kennslu mismunandi námsgreina er því allt eins líkleg til að fela í sér staðnaða kennsluhætti eins og gróskumikla kennslu. Hins vegar felur slík skýring í sér að gert er lítið úr áhrifum annarra áhrifaþátta á námsárangur. Sama kennsla hlýtur að skila misjöfnum ár- angri eftir þeirri ástundun og áhuga sem nemendur sýna einstökum námsgreinum. Niðurstöðurnar gefa tilefni til að athuga innbyrðis tengsl prófhluta fyrir fleiri ár en hér hefur verið gert. Breytileg tengsl eftir árum, og þó sérstaklega ef sérhæfi vex eða minnkar milli ára, getur gefið til kynna einhverjar þær breytingar á uppbygg- ingu eða samningu prófanna sem auka eða minnka vægi námshæfileika. Nákvæm greining einstakra atriða eða á þeim reglum sem yfirferð prófanna byggir á gæti líka gefið til kynna hvað veldur þessu mikla vægi námshæfileika í niðurstöðum próf- anna. Að síðustu er einnig hugsanlegt að orsakanna sé að leita í sjálfri kennslunni eða námskránni. Hugsanlega birtist íslensk bóknámshefð í mikilli áherslu á náms- markmið sem byggja um of á málfarslegri færni nemenda og öðrum greindarþátt- um, fremur en ástundun, áhuga og ólíkri færni kennara. Heimildir Ásgeir Guðmundsson. 1962. Um próf í barnaskólum: Framsöguerindi flutt á fundi SBR í febrúar s.l. Menntamál 35(2):100—113. Atli Harðarson. 1992. Er bekkjaskóli betri en áfangaskóli? Ný menntamál 10,4:26-29. Elliot, C. D. 1990. Differential Ability Scales. Introductory and Technical Handbook. San Antonio, Psychological Corporation. Frederiksen, N. 1984. The real test bias. Influences of testing on teaching and learn- ing. American Psychologist 39:193-202. Gerður G. Óskarsdóttir. 1992. Hvað mæla grunnskólaprófin? Sálfræðiritið. Tímarit Sálfræðingafélags íslands 3,1:9-14. Ingvar Sigurgeirsson. 1983. „Gagnvirkt mat er forsenda þroskandi náms" [viðtal við dr. Ólaf J. Proppé]. Ný menntamál 1,1:42-45, 62. Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir. 1992. Námsferill (framhaldsskóla [skýrsla unnin fyrir menntamálaráðuneytiðj. Reykjavík, Félagsvísindastofnun Háskóla íslands. 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.