Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 109

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 109
JÓHANNA G . KRISTJÁNSDÓTTIR með gildistöku grunnskólalaga árið 1974. Fram til þess tíma voru þroskaheft börn t.d. ekki í skóla nema þau væru talin „kennsluhæf", þ.e. gætu tileinkað sér bóknám í einhverjum mæli. Þróun sérkennslu hérlendis hefur um margt verið með líkum hætti og á Vestur- löndum. A fyrstu áratugum hins almenna skyldunámsskóla var seinfærum nem- endum ekki séð fyrir neinni hjálp við námið umfram það sem aðrir fengu. Þroska- heftir nemendur voru ekki skólaskyldir en aðrir fatlaðir nemendur, t.d. heyrnar- og sjónskertir og hreyfihamlaðir, nutu sumir hverjir aðstoðar við nám frá góðgerðar- félögum og samtökum fatlaðra. Þótt hvorki lög né reglur tryggðu skólavist eða við- bótaraðstoð fyrir fötluð börn var samt í skólunum allstór hópur nemenda sem af ýmsum ástæðum sóttist námið illa. Kennarar gerðu sér grein fyrir þörf þessara nemenda fyrir meiri hjálp við námið og bentu yfirvöldum á þörfina fyrir lagasetn- ingu er tryggði þeim nauðsynlega aðstoð umfram það sem bekkjarkennari hefði tök á að veita (sjá t.d. Þorstein Sigurðsson 1993). Islensku grunnskólalögin frá 1974 og reglugerðir með þeim tryggðu loks báð- um hópunum þennan rétt, þ.e. bæði þeim nemendum, sem voru í skóla en fengu ekki nægilega hjálp, og einnig hinum sem ekki höfðu fram til þess tíma átt kost á skólamenntun. Þörf fyrir sérkennslu var þar með viðurkennd og henni hafa skólar landsins síðan reynt að mæta með þeim ráðum sem þeim hafa verið tiltæk. í Reykjavík og stærstu kaupstöðum landsins var nemendum raðað í bekkjar- deildir í samræmi við námsárangur fram undir 1970, en síðan hafa „blandaðir bekkir" verið staðreynd þar eins og í öðrum skólum landsins þar sem samkennsla fleiri en eins aldursárgangs hefur reyndar skapað enn meiri breidd en gerist í stærri skólum. Almennt er viðurkennt að nemendur tileinki sér misfljótt eða misvel náms- efni grunnskólans sem ákvarðað er að mestu í aðalnámskrá. Vandinn sem bekkjar- kennarinn stendur frammi fyrir þegar hann kennir í „getublönduðum bekk" er því ærinn þar eð til hans er nú gerð sú krafa að hann miði kennsluna við „þarfir" hvers nemanda en jafnframt að allir nái hámarksárangri. Vandinn hefur að hluta til verið viðurkenndur og eru fjárveitingar til sérkennslu einmitt til marks urn það. Sérstakur starfsrammi fyrir sérkennslu var, eins og fram hefur komið, fyrst saminn hérlendis árið 1977.5 Sérkennarar höfðu þó starfað hérlendis um nokkurt skeið og stofnað fagfélag árið 1971, nokkrum árum eftir að Kennaraskóli Islands brautskráði fyrstu sérkennarana úr framhaldsdeild skólans. Sérkennslunemendum hefur fjölgað verulega. Ástæðan er ekki eingöngu opin- ber stefnumörkun og lagaskylda skólanna, því einnig má nefna tvö önnur veiga- mikil atriði sem hafa haft í för með sér aukna þörf fyrir sérkennslu: Hið fyrra varðar framfarir á sviði læknisfræði, en fleiri börn lifa nú þrátt fyrir alvarlegar fatlanir, andlegar og líkamlegar. Hið síðara tengist breyttum uppeldisskilyrðum og breytt- um áherslum í uppeldi barna og unglinga almennt. Til þessa þáttar eru stundum raktar orsakir þess að nemendur virðast eiga æ erfiðara með að fara eftir þeim sam- 5 Reglugerð um sérkennslu nr. 270/1977 var samin þremur árum eftir gildistöku grunnskólaiaganna, en þau áttu aö taka fullt gildi á árunum 1974-1984. Reglugerðin gilti þangað til ný var sett árið 1989 (endurnýjuð 1990). Um mismun þessara tveggja reglugerða, sjá Regínu Höskuldsdóttur (1994). 107
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.