Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 12

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 12
MÁLÞROSKI BARNA VIÐ UPPHAF SKÓLAGÖNGU: í framangreindu. Orðaforði barna er til dæmis kominn undir því hversu mikinn orða- forða þau komast í tæri við í sínu málumhverfi, á meðan málfræði sprettur fram hjá börnum hvort sem talað er mikið við þau eða lítið. Frásagnarhæfni er mjög háð þjálf- un og ýmiss konar umhverfisáhrifum, auk þess sem hún tengist alhliða þroska barns- ins. Ofangreind atriði þroskast með ólíkum hætti, mishratt og eiga sér blómaskeið á mismunandi aldursskeiðum. Þó má fullyrða að málþroskinn sé í öllum atriðum enn í mótun á grunnskólaárunum (sjá m.a. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2000) og sumt - þar á meðal orðaforði og frásagnarhæfni - geti haldið áfram að þroskast alla ævi. Mikilvægur liður í máltöku er að ná tökum á uppbyggingu orðræðu í samfelldu máli. Auk þess að læra orðin og hvernig form þeirra og merking breytast eftir sam- hengi og stöðu í setningu, læra börn smátt og smátt að beita málfræði (tíðum, fornöfnum, greini, samtengingum...) á markvissan hátt til þess að láta margar setn- ingar loða saman og mynda eina merkingarheild. Frásögn og önnur orðræða af þessu tagi reynir ennfremur á alhliða þroska barna, einkum vitsmuna- og félagsþroska, sem ræður miklu um getu þeirra til þess annars vegar að skipuleggja söguefnið með hlið- sjón af tímaröð og rökrænum venslum milli atburða og persóna, og hins vegar til að meta þarfir hlustanda, aðlaga upplýsingastreymi jafnóðum að honum og tryggja að hann fylgist með og skilji. í þessu skyni er nauðsynlegt að kynna persónur og sögu- svið í upphafi og rekja síðan söguþráð og endi þannig að bæði afdrif sögupersóna og tíma- og orsakasamhengi atburða sé skýrt. Greina þarf á milli sjáifrar atburðarásar- innar í forgrunni sögunnar og bakgrunnsupplýsinga og túlkana af ýmsu tagi. Þetta er meðal annars gert með því að víxla á milli aðalsetninga (oftast forgrunnur) og aukasetninga (oftast bakgrunnur). Gæta þarf þess að sögupersónum sé vel til skila haldið sem gera má til dæmis með því að víxla á milli nafnorða með og án ákveðins greinis eða á milli nafnorða og fornafna. Málnotkun af þessu tagi, og geta til að skilja og skapa lengri ræðueiningar, kemur mikið við sögu í skólastarfi og er lykillinn að lesskilningi, ritfærni og góðu gengi í skóla yfirleitt (Dickinson og Tabors, 2001; Snow og Tabors, 1993). Að láta börn segja sögu gefur því góða mynd af alhliða málþroska þeirra og jafnframt af getu þeirra til að beita tungumálinu í einu af þeim mikilvægu hlutverkum sem það gegnir. Til eru ýmis málþroskapróf sem ætlað er að meta stöðu barna í málþroskaferlinu. Prófin eru gjarnan stöðluð, sem þýðir að unnt er að bera hvern einstakling saman við stóran hóp sem gengist hefur undir sama prófið við sömu aðstæður og fá þannig mynd af stöðu hans í jafnaldrahópnum. Sum þessara prófa beinast að einstökum þáttum málþroska. Má þar nefna HLJÓM-2 (Amalía Björnsdóttir, Ingibjörg Símonar- dóttir og Jóhanna Einarsdóttir, 2003), sem nýverið kom út og leggur mat á hljóðkerf- isvitund leikskólabarna. Öðrum prófum er ætlað að meta alhliða málþroska og inni- halda spurningar og þrautir sem snúast um framburð, orðaforða, hljóðvitund, beyg- ingar og ýmsa málfræði. Dæmi um íslenskt próf af þessu tagi er TOLD-2P sem er íslenskuð útgáfa af bandarísku prófi með sama nafni (Ingibjörg Símonardóttir, Einar Guðmundsson, Sigurgrímur Skúlason og Sigríður Pétursdóttir, 1995). Engin próf mæla hins vegar á viðunandi hátt það sem skiptir kannski mestu máli, semsé hvernig barninu gengur að nota málið í samfelldri orðræðu og nýta sér tungumálið við raun- 10 I
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.