Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 13

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 13
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR verulegar aðstæður. Hvernig veldur barnið til dæmis samræðum eða rökræðum? Hvernig gengur því að koma hugsun sinni og hugðarefnum á framfæri í samfelldu máli til þess að segja frá mikilvægum atburði, gera grein fyrir þekkingu sinni eða mati á einhverju sviði eða útskýra flókin fyrirbæri þannig að skiljanlegt sé og sann- færandi fyrir þann sem á hlýðir? Markmið rannsóknarinnar, sem þessi grein fjallar um, var að afla þekkingar á þessum þætti málþroska og vera um leið áfangi í smíði viðmiðunarramma við mat á orðræðuþroska á bernsku- og unglingsárum. Athyglinni var beint að frásögnum vegna þess að þær eru gott dæmi um orðræðu í samfelldu máli, og frásögn er jafn- framt orðræðutegund sem svo til öll fimm ára börn eru kunnug þó ung séu. Frásagn- ir eru líka mikilvæg orðræðutegund að ná tökum á, því flestir textar sem börn fá til lestrar á grunnskólaárunum eru frásagnir, og þekking á byggingu þeirra og samloð- unaraðferðum því mikilvæg í brúarsmíði barna frá talmáli yfir í lestur og ritun. Rann- sóknin er beint framhald fyrri rannsókna greinarhöfundar á þróun orðræðu í frásögn frá bernsku til fullorðinsára (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 1992; Ragnarsdóttir og Strömqvist, 2004). Fyrri rannsóknir beindust að litlum úrtökum þátttakenda en nú var tekið fyrir stórt slembiúrtak úr einum aldursflokknum (fimm ára). Markmiðið var að sannprófa gildi niðurstaðnanna á stórum hópi sögumanna, og kanna sérstak- lega hversu mikill einstaklingsmunur væri innan fimm ára aldurshópsins. í næsta kafla verður fjallað nánar um niðurstöður fyrri rannsókna sem lagðar voru til grund- vallar. RANNSÓKNIR Á FRÁSÖGNUM BARNA Þekking, reynsla og alhliða þroski er ásamt góðri málkunnáttu forsenda þess að geta sagt góða sögu. Frásagnir barna og sögur hafa verið rannsakaðar frá ótal sjónarhorn- um, enda gegna þær lykilhlutverki í þroska einstaklingsins á öllum sviðum og skiln- ingi á sjálfum sér, umhverfi sínu og menningu (sjá t.d. Bamberg, 1997; Bruner, 1986). Hér er lögð áhersla á sögubygginguna, og aðferðirnar sem notaðar eru til að koma sögunni til skila. Rannsóknir hafa sýnt að breytilegt er eftir efni hversu heildstæða sögu börn segja og einnig eftir aðstæðum, sérstakiega hjá ungum börnum. Fjögurra til átta ára börn standa sig betur þegar þau geta byggt frásögn á eigin reynslu en þegar þau eru beð- in um að skálda upp sögu (Hudson og Shapiro, 1991; Peterson og McCabe, 1991; Shapiro og Hudson, 1997). Þau eiga einnig auðveldara með að segja sögu með einni sögupersónu en mörgum (Shapiro og Hudson, 1997) og við „eðlilegar" aðstæður eða í samtali heldur en við tilraunaaðstæður (Hudson og Shapiro, 1991; Shapiro og Hudson, 1997). Frásögnin reynist þeim auðveldari ef þau fá myndir eða önnur hjálp- argögn til að styðjast við (Shapiro og Hudson, 1997) eða hjálp frá sér reyndari sögu- mönnum, heldur en þegar þau þurfa að segja sögu án slíks stuðnings (Hickmann, 1985; Peterson og McCabe, 1994). í rannsókn á frásögnum íslenskra barna í aldurshópunum þriggja, fimm, sjö og níu ára og samanburðarhóps tíu fullorðinna sögumanna (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.