Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 13
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR
verulegar aðstæður. Hvernig veldur barnið til dæmis samræðum eða rökræðum?
Hvernig gengur því að koma hugsun sinni og hugðarefnum á framfæri í samfelldu
máli til þess að segja frá mikilvægum atburði, gera grein fyrir þekkingu sinni eða
mati á einhverju sviði eða útskýra flókin fyrirbæri þannig að skiljanlegt sé og sann-
færandi fyrir þann sem á hlýðir?
Markmið rannsóknarinnar, sem þessi grein fjallar um, var að afla þekkingar á
þessum þætti málþroska og vera um leið áfangi í smíði viðmiðunarramma við mat á
orðræðuþroska á bernsku- og unglingsárum. Athyglinni var beint að frásögnum
vegna þess að þær eru gott dæmi um orðræðu í samfelldu máli, og frásögn er jafn-
framt orðræðutegund sem svo til öll fimm ára börn eru kunnug þó ung séu. Frásagn-
ir eru líka mikilvæg orðræðutegund að ná tökum á, því flestir textar sem börn fá til
lestrar á grunnskólaárunum eru frásagnir, og þekking á byggingu þeirra og samloð-
unaraðferðum því mikilvæg í brúarsmíði barna frá talmáli yfir í lestur og ritun. Rann-
sóknin er beint framhald fyrri rannsókna greinarhöfundar á þróun orðræðu í frásögn
frá bernsku til fullorðinsára (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 1992; Ragnarsdóttir og
Strömqvist, 2004). Fyrri rannsóknir beindust að litlum úrtökum þátttakenda en nú
var tekið fyrir stórt slembiúrtak úr einum aldursflokknum (fimm ára). Markmiðið
var að sannprófa gildi niðurstaðnanna á stórum hópi sögumanna, og kanna sérstak-
lega hversu mikill einstaklingsmunur væri innan fimm ára aldurshópsins. í næsta
kafla verður fjallað nánar um niðurstöður fyrri rannsókna sem lagðar voru til grund-
vallar.
RANNSÓKNIR Á FRÁSÖGNUM BARNA
Þekking, reynsla og alhliða þroski er ásamt góðri málkunnáttu forsenda þess að geta
sagt góða sögu. Frásagnir barna og sögur hafa verið rannsakaðar frá ótal sjónarhorn-
um, enda gegna þær lykilhlutverki í þroska einstaklingsins á öllum sviðum og skiln-
ingi á sjálfum sér, umhverfi sínu og menningu (sjá t.d. Bamberg, 1997; Bruner, 1986).
Hér er lögð áhersla á sögubygginguna, og aðferðirnar sem notaðar eru til að koma
sögunni til skila.
Rannsóknir hafa sýnt að breytilegt er eftir efni hversu heildstæða sögu börn segja
og einnig eftir aðstæðum, sérstakiega hjá ungum börnum. Fjögurra til átta ára börn
standa sig betur þegar þau geta byggt frásögn á eigin reynslu en þegar þau eru beð-
in um að skálda upp sögu (Hudson og Shapiro, 1991; Peterson og McCabe, 1991;
Shapiro og Hudson, 1997). Þau eiga einnig auðveldara með að segja sögu með einni
sögupersónu en mörgum (Shapiro og Hudson, 1997) og við „eðlilegar" aðstæður eða
í samtali heldur en við tilraunaaðstæður (Hudson og Shapiro, 1991; Shapiro og
Hudson, 1997). Frásögnin reynist þeim auðveldari ef þau fá myndir eða önnur hjálp-
argögn til að styðjast við (Shapiro og Hudson, 1997) eða hjálp frá sér reyndari sögu-
mönnum, heldur en þegar þau þurfa að segja sögu án slíks stuðnings (Hickmann,
1985; Peterson og McCabe, 1994).
í rannsókn á frásögnum íslenskra barna í aldurshópunum þriggja, fimm, sjö og níu
ára og samanburðarhóps tíu fullorðinna sögumanna (Hrafnhildur Ragnarsdóttir,
11