Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 36
HVAÐ VITUM VIÐ UM MENNTUN NEMENDA MEÐ ÞROSKAHOMLUN A ISLANDI?
unglinga með þroskahömlun í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum hér á
landi til að sú þekking megi nýtast þeim sem vinna á sviði þroskahömlunar við
stjórnun, stefnumótun kennslu, umönnun eða nám.2 3 Jafnframt er þekkingin nýtt til
að spyrja spurninga um það sem ekki er vitað og benda á þörf fyrir rannsóknir á til-
teknum þáttum.
Spurningar sem bíða svars eru fjölmargar: Þörf er á að skilgreina hópinn og finna
hvort og hvar einstaklingarnir ganga í skóla. Mikilvægt er að vita hvernig einstakir
kennarar og skólar, sveitarfélög og menntamálaráðuneyti vinna að því að laga
menntunaratilboð að þörfum þeirra og gera menntun þeirra sambærilega við þá sem,
ófatlaðir nemendur njóta. Einnig er brýnt að vita hvort eða að hvaða marki þessar að-
gerðir samræmast opinberri stefnu. Að lokum er nauðsynlegt að vita hvers vegna
framkvæmdin er eins og hún er og hvernig hún gæti batnað.
1. AFMÖRKUN HÓPSINS „NEMENDUR MEÐ ÞROSKAHÖMLUN"
I greininni er fjallað um menntun þeirra nemenda sem fengið hafa greininguna
þroskahömlun eða alvarleg þroskafrávik eða er veittur mikill stuðningur í skóla
vegna þess að skólinn telur að um þroskahömlun sé að ræða. Hér á landi fer grein-
ing á þroskahömlun barna fyrst og fremst fram hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð rík-
isins (GRR). Áður en barni er vísað til Greiningarstöðvar hefur frumgreining yfirleitt
átt sér stað hjá sérfræðiþjónustu leikskóla, á heilsugæslustöðvum eða á stofum sér-
fræðinga, einkum sálfræðinga og barnalækna. Staðfesting á þroskahömlun er oftast
byggð á margþættri athugun gerðri í samráði sérfræðinga á fleiri en einu fagsviði
sem styðjast við alþjóðlega viðurkennd viðmið og flokkunarkerfi.1 Flokkunarkerfin
2 Umfjöllunin er byggð á því efni sem birst hefur á prenti og fannst við ítarlega leit árið 2002. Til
birtingar þessarar greinar var upphaflegum heimildum fækkað nokkuð en í staðinn var nærtæku
efni sem birtist á árunum 2003 og 2004 bætt við. Þar eð ekki er um að ræða ítarlega greiningu á
efninu er jafnframt hætt við að hinum ýmsu rannsóknum séu gerð afar mismikil skil í umfjöllun-
inni.
3 Þau alþjóðlegu flokkunarkerfi sem Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins styðst við í greiningu á
þroskahömlun eru einkum þrjú:
Flokkunarkerfi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, ICD-10 (World Health Organization,1992).
Greindarhugtakið er lykilatriði í þessari greiningu, þó að tekið sé tillit til félagslegrar aðlögunar-
hæfni við mat á þroskahömlun. Þroskahömlun er skipt í fjögur stig og efri mörkin miðast við
greindarvísitöluna 70.
AAMR flokkunarkerfið (American Association on Mental Retardation, 1992). Þroskahömlun er
samkvæmt þessu kerfi ekki skilgreind út frá greindarstigi eingöngu, efri mörk þroskahömlunar
eru gerð sveigjanlegri og félagslegri aðlögunarhæfni (social adaptation) gefið aukið vægi....Sá einn
telst þroskaheftur samkvæmt þessu kerfi sem býr við jafn alvarlega eða alvarlegri erfiðleika í fé-
lagslegri aðlögun og greindarskerðingu.
Flokkunarkerfi bandarísku geðlæknasamtakana, DSM-IV (American Psychiatric Association,
1994). Þetta kerfi er talið sameina margt það besta úr tveimur fyrrnefndum flokkunarkerfum og
þau renna að verulegu leyti saman í þessu kerfi. Það er annars vegar byggt á fjórum flokkum
þroskahömlunar út frá greindarstigi eins og hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni en efri mörk
þroskahömlunar eru rýmkuð, hins vegar eru notaðir sömu 10 flokkar aðlögunarhæfni sem notuð
eru í AAMR (Tryggvi Sigurðsson, 2000).
34