Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 37

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 37
GRETAR L. MARINÓSSON OG AUÐUR B. KRISTINSDÓTTIR byggjast upphaflega á svonefndu læknisfræðilegu líkani, þar sem gert er ráð fyrir að þroskahömlun sé frávik frá hinu eðlilega eða algenga og að orsökin búi með einstak- lingnum í formi líffræðilegrar skerðingar (Bailey, 1998). Niðurstöður greininga sem byggja á læknisfræðilega líkaninu gefa upplýsingar um eðli skerðingarinnar og af- leiðingar en takmarkaðar vísbendingar um hvað til bragðs skuli taka í skólastarfi. Önnur nálgun er hið félagslega líkan sem telur að orsakir fötlunar sé að finna í hindrunum sem hinn ófatlaði meirihluti samfélagsins setur fólki með fötlun (Barnes, Mercer og Shakespeare, 1999). Því er haldið fram að slíkar hindranir, sem tengjast t.d. aðgengisvanda og fordómum, geti skapað útilokun og undirokun þess fólks sem talið er búa við andlega eða líkamlega skerðingu. Fötlunin leiði þannig til félagslegs misréttis, sambærilegs við kynjamisrétti og kynþáttamisrétti (Rannveig Traustadótt- ir, 2003, bls. 29-30). Önnur útgáfa félagslega líkansins er að fötlun sé félagsleg hug- smíð sem þurfi að skilgreinast og skiljast í sögulegu og samfélagslegu samhengi eins og önnur félagsleg fyrirbæri (Dóra S. Bjarnason, 2003, bls. 36-37; Gretar L. Marinós- son, 2002, bls. 17). Það leiðir af félagslega líkaninu að gera ber ráð fyrir fjölbreyttum nemendahópi í hverjum skóla þar sem fötlun einstaklinga er talin hluti þessa fjöl- breytileika og akkur fyrir skólann fremur en vandi. Jafnframt skuli skólinn laga sig að þörfum einstaklinga með þroskahömlun á sama hátt og þeir laga sig að honum; þannig þurfi að leitast við að tryggja að nemendur með fötlun geti tekið virkan þátt í skólastarfinu á sama hátt og ófatlaðir nemendur. Nýrri útgáfa fötlunarlíkans Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, International Classification of Functioning, Disability and Health, sem sprottið er upp úr skoðun á heilbrigði fremur en sjúkdóm- um, gerir ráð fyrir að taka beri aukið tillit til félagslegs samhengis og þátttöku ein- staklingsins í samfélaginu (the biopsychosocial model; World Health Organization, 2002). Von er því til þess að brátt muni fundin leið til að taka tillit til einstaklingsins, samfélagsins og samspils þeirra í milli í einu líkani um fötlun. Það er nokkrum erfiðleikum bundið að átta sig á fjölda nemenda með þroskahöml- un á landinu. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins heldur skrá yfir þá sem stofnunin hefur greint með skírskotun til alþjóðlegra flokkunarkerfa. Tryggingastofnun ríkisins heldur skrá yfir fjölskyldur og einstaklinga sem fá umönnunarbætur vegna barna með fötlun. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga útdeilir fé til einstakra sveitarfélaga vegna kennslu fatlaðra barna í grunnskóla (Reglugerð um jöfnunarframlög, 2002). Kanna þarf hvort þessar stofnanir afmarki hópinn „nemendur með þroskahömlun" á sama hátt eða ekki og hvaða afleiðingar það hafi fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Leikskólar og grunnskólar skilgreina fatlaða nemendur með tilliti til þess stuðn- ings sem þeir þurfa í skóla. Þar er hópur nemenda með þroskahömlun ekki skil- greindur sérstaklega. Algengt er að þroskahömlun fylgi viðbótarraskanir svo sem frávik í hreyfigetu, málþroskavandamál og frávik í hegðun og samskiptum sem flækja myndina. Oftast er því erfitt að staðfesta með einhverri vissu að um þroska- hömlun sé að ræða fyrr en barnið hefur náð fjögurra ára aldri (Tryggvi Sigurðsson, 2000). í sumum tilvikum hefur því ekki verið komist að niðurstöðu um hvort börn á leikskólaaldri tilheyra þessum hópi eða ekki. Þeir sem hyggjast rannsaka menntun nemenda með þroskahömlun standa því frammi fyrir fræðilegri jafnt sem praktískri óvissu um afmörkun hópsins. Þess vegna 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.