Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 40
HVAÐ VITUM VIÐ UM MENNTUN NEMENDA MEÐ ÞROSKAHÖMLUN Á ÍSLANDI?
aðra, kennslu og sérstakan stuðning í námi....Fatlaðir skulu stunda nám
við hlið annarra nemenda eftir því sem kostur er. (Lög um framhaldsskóla,
1996, 19. gr.)
I lögum um málefni fatlaðra (1992) er einnig kveðið á um jafnrétti allra einstaklinga
með fötlun til menntunar. Börn og unglingar með fötlun svo sem þroskahömlun njóta
því sama lagalega réttar til skólagöngu og önnur börn og ungmenni og menntun
þeirra skal fara fram, eins og kostur er, við hlið annarra nemenda. Grunnskólastigið
eitt er skyldunámsstig en leikskólum og framhaldsskólum er engu að síður ætlað að
mæta námsþörfum allra sem þangað sækja. Sérstakar reglugerðir hafa verið settar
fyrir grunn- og framhaldsskóla sem kveða á um fyrirkomulag þjónustu við nemend-
ur sem þurfa sérstaka aðstoð, þjálfun eða kennslu (Reglugerð um kennslu fatlaðra
nemenda í framhaldsskólum, 1998; Reglugerð um sérkennslu, 1996). Aðalnámskrár
sem menntamálaráðuneytið setur leik-, grunn- og framhaldsskólum eru jafnt leið-
beiningar sem fyrirmæli um skólastarfið almennt. í námskrá sem sett er sérstaklega
fyrir sérdeildir eða starfsbrautir framhaldsskóla kemur fram að markmið þeirra sé
að bjóða verklegt og bóklegt nám sem miðar að því að auka sjálfstraust,
sjálfstæði og aðlögunarhæfni nemenda með því að veita þeim einstakling-
smiðuð námstækifæri....Mikilvægt er að tengja nám og kennslu nemenda
í sérdeildum við verklega þjálfun á vinnustöðum, eins og kostur er, og
stuðla að samfelldri og heildstæðri áætlun um nám og starfsþjálfun hvers
nemanda. (Menntamálaráðuneytið, 2000)
Reykjavík, eitt sveitarfélaga, hefur sett sér sérstaka stefnu um sérkennslu sem er í
samræmi við gildandi lög og Aðalnámskrá. Gert er ráð fyrir að stefna Reykjavíkur
komi til framkvæmda í áföngum á árunum 2002-2004. Meginatriði hennar eru skóli
án aðgreiningar, einstaklingsmiðað nám og samvinna nemenda. Hverjum almennum
grunnskóla er ætlað að þjónusta alla nemendur sína, jafnt fatlaða sem ófatlaða. Engu
að síður er áfram gert ráð fyrir rekstri sérskóla og að foreldrar eigi val milli þeirra og
almennra skóla. Auk þess geta skólar sameinast um að stofna sérdeildir (Sigrún
Magnúsdóttir o.fl. 2002, bls. 6).
Meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í skrifum um hugmyndafræði í mennt-
un nemenda með ólíkar námsþarfir (sjá Gretar L. Marinósson, 2002; Ingólfur Á.
Jóhannesson, 2001) er að í opinbera stefnu í menntamálum hefur nýlega verið bætt
áherslu á skilvirkni og árangur skólastarfs (Aðalnámskrá grunnskóla, almennur
hluti, 1999). Þrátt fyrir það meginmarkmið að skólinn lagi sig að þörfum einstaklinga
er sú skylda takmörkuð af þeim kröfum sem gerðar eru til skólans um skilvirkni sem
hann leggur síðan á nemendur með kröfum um námsárangur. Þetta er tekið sem
dæmi um þær mótsagnir sem búast megi við í opinberri stefnu. Áhersla er lögð á
menntun án aðgreiningar sem meginreglu (sjá Hafdís Guðjónsdóttir, 1994) en jafn-
framt gert ráð fyrir aðgreiningu nemenda með fötlun frá öðrum nemendum þar sem
þess gerist þörf að mati skólakerfisins og foreldra (Lög um grunnskóla, 1995; Reglu-
38
J