Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 43

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 43
GRETAR L. MARINÓSSON OG AUÐUR B. KRISTINSDÓTTIR eigin þjónustu eða vera í samstarfi við önnur sveitarfélög þar um (Reglugerð um sér- fræðiþjónustu í grunnskólum, 1996; Reglugerð um starfsemi leikskóla, 1995). Nem- endum í framhaldsskóla skal standa til boða ráðgjöf um málefni sem varða skólavist þeirra, svo sem leiðsögn um náms- og starfsval (Lög um framhaldsskóla 1996,14. gr.) og látin skal í té sérfræðileg aðstoð vegna fatlaðra nemenda (19. gr.). Rannsóknir hafa bent til skorts á sérhæfðu starfsfólki og mikillar þarfar kennara og starfsfólks leik-, grunn- og framhaldsskóla fyrir ráðgjöf og stuðning í starfi vegna nemenda með miklar sérkennsluþarfir (Berit H. Johnsen, 1996a, 1996b; Regína Hösk- uldsdóttir, 1993). Við flutning grunnskóla til sveitarfélaga 1996 varð umtalsverð breyting á fyrirkomulagi sérfræðiþjónustu við skólana og ekki er vitað fyrir víst hvaða afleiðingar nýtt fyrirkomulag hefur haft í för með sér fyrir fatlaða nemendur. Ekki er heldur vitað hvaða upplýsingar fjölskyldur hafa um þá sérfræðiþjónustu sem í boði er á skólastigunum þremur. Menntamálaráðuneytið (2002) gerði könnun með- al sveitarfélaga á skólaárinu 2001-2002 til að fá fram upplýsingar um skipulag, inn- tak og framkvæmd sérfræðiþjónustu. Þar kemur fram að stærstu sveitarfélög lands- ins reka eigin sérfræðiþjónustu en mörg smærri sveitarfélög skipuleggja sérfræði- þjónustu sína í samstarfi við önnur sveitarfélög. Sérfræðiþjónusta meirihluta sveitar- félaga (87%) þjónar bæði leik- og grunnskólum. Samræmi á milli stefnu og framkvæmdar Þróunin virðist vera í þá átt, a.m.k. að því er varðar grunnskóla og framhaldsskóla, að veita stjórnendum skólanna aukið svigrúm til ákvarðana hvað varðar framkvæmd laga og reglugerða. Þótt fátt eitt sé vitað um hvernig framkvæmd samræmist opin- berri stefnu, benda niðurstöður rannsókna til að þar sé mikill munur á, þar sem stefna ráðist oft af hugsjónum en framkvæmd stýrist meira af hefðum regluveldisins (Arthur Morthens, 1987; Dóra S. Bjarnason, 2003; Gretar L. Marinósson, 2002; Trausti Þorsteinsson, 1996). Það kemur heim og saman við niðurstöður erlendra fræðimanna (sjá t.d. Clark, Dyson, og Millward, 1995; Haug, 1999). Skýrslur og rannsóknir benda til að munur sé á fjölda og tegundum úrræða fyrir nemendur með fötlun og sérþarf- ir bæði á milli skóla á höfuðborgarsvæðinu og milli höfuðborgar og landsbyggðar (Anna I. Pétursdóttir o.fl., 2000; Gretar Marinósson og Rannveig Traustadóttir, 1994; Þórunn Andrésdóttir, 2000). Virðist munurinn einnig eiga við um stefnu og starfs- hætti þeirra sem sinna þessum nemendum. Jafnframt gefa fyrri rannsóknir í skyn mikinn mun á því hvernig skólar á hinum þremur skólastigum koma til móts við nemendur með fötlun (Dóra S. Bjarnason, 2003; Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, 1992). Þótt staða nemenda með þroskahömlun hafi ekki verið rannsökuð sérstaklega má þess vegna leiða líkur að því að það skipti verulegu máli um menntun þeirra á hvaða svæði þeir búa og ganga í skóla á tilteknum aldri. Hins vegar er ekki ljóst í hverju þessi munur felst eða hvaða þættir hafa mest áhrif. Erlendir fræðimenn hafa bent á að illa samræmd stefna opinberra aðila standi víða í vegi fyrir því að menntakerfi taki ákvarðanir um hvernig sinna skuli nemendum með fatlanir og framfylgi þeim (sjá t.d. Booth, 2000, bls. 28; Guijarro, 2000, bls. 44). Mikilsvert er að komast að því hvernig ástandið er hér á landi að þessu leyti. 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.