Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 43
GRETAR L. MARINÓSSON OG AUÐUR B. KRISTINSDÓTTIR
eigin þjónustu eða vera í samstarfi við önnur sveitarfélög þar um (Reglugerð um sér-
fræðiþjónustu í grunnskólum, 1996; Reglugerð um starfsemi leikskóla, 1995). Nem-
endum í framhaldsskóla skal standa til boða ráðgjöf um málefni sem varða skólavist
þeirra, svo sem leiðsögn um náms- og starfsval (Lög um framhaldsskóla 1996,14. gr.)
og látin skal í té sérfræðileg aðstoð vegna fatlaðra nemenda (19. gr.).
Rannsóknir hafa bent til skorts á sérhæfðu starfsfólki og mikillar þarfar kennara og
starfsfólks leik-, grunn- og framhaldsskóla fyrir ráðgjöf og stuðning í starfi vegna
nemenda með miklar sérkennsluþarfir (Berit H. Johnsen, 1996a, 1996b; Regína Hösk-
uldsdóttir, 1993). Við flutning grunnskóla til sveitarfélaga 1996 varð umtalsverð
breyting á fyrirkomulagi sérfræðiþjónustu við skólana og ekki er vitað fyrir víst
hvaða afleiðingar nýtt fyrirkomulag hefur haft í för með sér fyrir fatlaða nemendur.
Ekki er heldur vitað hvaða upplýsingar fjölskyldur hafa um þá sérfræðiþjónustu sem
í boði er á skólastigunum þremur. Menntamálaráðuneytið (2002) gerði könnun með-
al sveitarfélaga á skólaárinu 2001-2002 til að fá fram upplýsingar um skipulag, inn-
tak og framkvæmd sérfræðiþjónustu. Þar kemur fram að stærstu sveitarfélög lands-
ins reka eigin sérfræðiþjónustu en mörg smærri sveitarfélög skipuleggja sérfræði-
þjónustu sína í samstarfi við önnur sveitarfélög. Sérfræðiþjónusta meirihluta sveitar-
félaga (87%) þjónar bæði leik- og grunnskólum.
Samræmi á milli stefnu og framkvæmdar
Þróunin virðist vera í þá átt, a.m.k. að því er varðar grunnskóla og framhaldsskóla,
að veita stjórnendum skólanna aukið svigrúm til ákvarðana hvað varðar framkvæmd
laga og reglugerða. Þótt fátt eitt sé vitað um hvernig framkvæmd samræmist opin-
berri stefnu, benda niðurstöður rannsókna til að þar sé mikill munur á, þar sem
stefna ráðist oft af hugsjónum en framkvæmd stýrist meira af hefðum regluveldisins
(Arthur Morthens, 1987; Dóra S. Bjarnason, 2003; Gretar L. Marinósson, 2002; Trausti
Þorsteinsson, 1996). Það kemur heim og saman við niðurstöður erlendra fræðimanna
(sjá t.d. Clark, Dyson, og Millward, 1995; Haug, 1999). Skýrslur og rannsóknir benda
til að munur sé á fjölda og tegundum úrræða fyrir nemendur með fötlun og sérþarf-
ir bæði á milli skóla á höfuðborgarsvæðinu og milli höfuðborgar og landsbyggðar
(Anna I. Pétursdóttir o.fl., 2000; Gretar Marinósson og Rannveig Traustadóttir, 1994;
Þórunn Andrésdóttir, 2000). Virðist munurinn einnig eiga við um stefnu og starfs-
hætti þeirra sem sinna þessum nemendum. Jafnframt gefa fyrri rannsóknir í skyn
mikinn mun á því hvernig skólar á hinum þremur skólastigum koma til móts við
nemendur með fötlun (Dóra S. Bjarnason, 2003; Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, 1992). Þótt
staða nemenda með þroskahömlun hafi ekki verið rannsökuð sérstaklega má þess
vegna leiða líkur að því að það skipti verulegu máli um menntun þeirra á hvaða
svæði þeir búa og ganga í skóla á tilteknum aldri. Hins vegar er ekki ljóst í hverju
þessi munur felst eða hvaða þættir hafa mest áhrif.
Erlendir fræðimenn hafa bent á að illa samræmd stefna opinberra aðila standi víða
í vegi fyrir því að menntakerfi taki ákvarðanir um hvernig sinna skuli nemendum
með fatlanir og framfylgi þeim (sjá t.d. Booth, 2000, bls. 28; Guijarro, 2000, bls. 44).
Mikilsvert er að komast að því hvernig ástandið er hér á landi að þessu leyti.
41