Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 51
GRETAR L. MARINÓSSON OG AUÐUR B. KRISTINSDÓTTIR
• Mikill munur er á stefnu og framkvæmd þar sem stefna virðist ráðast meira af
hugsjónum en framkvæmd af fjármunum. Þetta þarf þó að kanna þar sem
framkvæmd er í höndum margra aðila sem túlka stefnuna hver á sinn hátt.
• Fjöldi nemenda með þroskahömlun er ekki þekktur með vissu þar sem tölur
sem til eru hafa ekki verið teknar saman. Ekki er helduð vitað hvort öll börn
og unglingar með þroskahömlun ganga í skóla. Dreifing nemenda eftir lands-
svæðum og skólum er heldur ekki þekkt.
• Nemendur með þroskahömlun ganga í almenna skóla og sérskóla/ sérdeildir.
Sífellt fleiri ganga í almenna skóla, einkum á yngri stigum skólakerfisins, og fá
þar viðbótarstuðning í einhverju formi. Fjármögnunaraðferðir eru ólíkar eftir
stigum og svæðum en eru lítt þekktar.
• Mikill munur er á skólastigum að því er varðar tengsl skólans við sérfræðinga
og foreldra vegna nemenda með þroskahömlun. Þau eru mest á yngsta stiginu
og minnst á elsta stiginu. Einnig er mikill munur á milli einstakra skóla, eftir
því sem best er vitað. Foreldrar fatlaðra nemenda leggja sig, margir hverjir,
fram um að fylgjast vel með námi barna sinna. Þeir þurfa gjarnan að berjast
fyrir úrræðum til handa börnunum, einkum þegar þau ganga í almenna skóla.
Oft virðist það undir tilviljun eða heppni komið hvort barn þeirra fær góða
kennslu. Eftirlit með skólagöngunni virðist oft kosta mikla vinnu af þeirra
hendi.
• Vinnubrögð í skólum einkennast af hefðbundinni nálgun annars vegar og til-
raunum til breyttra vinnubragða hins vegar. Hið fyrra er algengara. Margir
skólar eru að gera tilraunir til breyttra vinnubragða þar sem einstaklingsmið-
að nám kemur í stað hópkennslu og einstaklingsnámskrár gera ráð fyrir breyt-
ingum á markmiðum jafnt sem leiðum.
• Rannsóknir benda til félagslegrar einangrunar nemenda með þroskahömlun í
sérdeildum og almennum bekkjum almennra grunnskóla, einkum þegar ofar
dregur í aldri. Einangrun er mest áberandi á starfsbrautum framhaldsskól-
anna.
Mun fleiri spurningum hefur ekki verið svarað ennþá. Dæmi um þær er hvort allir
nemendur með þroskahömlun ganga í skóla og hvernig þeir dreifast þá á skólastig,
skólagerðir, landssvæði og einstaka skóla; hvernig inntöku þeirra í skóla er hagað;
hver sé aðstaða þeirra til náms; hver sé vinnutilhögun skólanna, reglur, námsefni,
menntun kennara og stuðningur við nemendur, líðan þeirra og árangur í námi.
Almennt má segja að þekking á því hvernig menntun nemenda með þroska-
hömlun er háttað á hinum ýmsu skólastigum hérlendis sé takmörkuð. Þær fáu rann-
sóknir sem gerðar hafa verið fjalla um nemendur með sérþarfir almennt en taka ekki
sérstaklega til nemenda með þroskahömlun. Þær eru flestar að komast til ára sinna
og spegla ekki þær breytingar sem orðið hafa á menntastefnu, skipulagi og vinnutil-
högun í skólakerfinu undanfarin 10 ár. Þær eru annars vegar unnar af eða fyrir opin-
bera aðila og hins vegar að frumkvæði einstaklinga sem námsritgerðir. Gæði þeirra
eru því afar mismunandi. Flestar gefa mynd af ástandi eða vinnubrögðum sem er
tímabundið og staðbundið og eiga niðurstöðurnar því ekki endilega við annars
49