Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 63

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 63
JÓHANNA EINARSDÓTTIR hverfi og veita tilfinningalegan stuðning sé þess þörf. Hins vegar eru þeir kennarar sem beina sjónum fyrst og fremst að námsefninu og leggja megináherslu á árangur nemenda sinna í námsgreinunum sem þeir kenna. Þeir eru stýrandi, beita valdi sínu og halda uppi aga. Ryan og félagar benda á að með þessum stöðluðu myndum hafi störf kennara yngri barna verið einfölduð um of og þeir ytri þættir sem áhrif hafa á kennarann í starfi hafi ekki verið teknir til greina. Kennarar eru hluti af samfélags- legu umhverfi sem býður upp á tækifæri jafnt sem takmarkanir. Þegar starfshættir og hugmyndafræði kennara er skoðuð er því mikilvægt að tengja störf þeirra þeim félagslegu og menningarlegu aðstæðum sem þeir búa við. Á þann hátt er auðveldara að átta sig á hvað liggur að baki athöfnum þeirra. Hugmyndir Bronfenbrenners (1977) um samvirkni milli einstaklingsins og um- hverfisins eru gagnlegar til að skýra starfshætti kennara og mótun hugmyndafræði þeirra. Wilcox (1982) skoðaði bakgrunn og umhverfi tveggja bandarískra yngri barna kennara og hannaði líkan í ætt við hugmyndir Bronfenbrenners. Líkanið felur í sér nokkra hringi sem hafa áhrif hver á annan. Innsti hringurinn táknar skólastofuna, næsti skólann, sá þriðji merkir nágrennið, fjórði skólaumdæmið og ysti hringurinn táknar samfélagið. Wilcox leit svo á að ytri lögin hefðu áhrif á þau innri, en einnig væri sá möguleiki fyrir hendi að þau innri hefðu áhrif á þau ytri. Undirrituð komst að sambærilegri niðurstöðu í rannsókn á tveimur íslenskum leikskólakennurum (Jóhanna Einarsdóttir, 2001). Hægt var að greina þrenns konar samhengi þeirra þátta sem mótuðu störf þeirra. í fyrsta lagi menningarbundið samhengi þ.e. hugmyndir um börn og barnauppeldi á íslandi. í öðru lagi menntunarlegt samhengi sem felur í sér m.a. lög og aðalnámskrá og í þriðja lagi menning viðkomandi leikskóla. Þessir þættir eru samtvinnaðir og höfðu víxlverkandi áhrif hver á annan og á starfið sem fram fór í leikskólunum. í þessari rannsókn er leitast við að skoða á gaumgæfinn hátt störf tveggja leik- skólakennara og tveggja grunnskólakennara í kjölfar mikilla breytinga á störfum og starfsumhverfi þessara stétta á undanförnum árum. Markmiðið með rannsókninni var tvíþætt. Annars vegar að skoða megináherslurnar í starfi kennaranna og hins vegar þá þætti í starfsumhverfi þeirra hafa áhrif á störf þeirra. RANNSÓKNARAÐFERÐ Þátttakendur Tveir leikskólakennarar, þær Jóna og Andrea, og tveir grunnskólakennarar, Sara og María, tóku þátt í rannsókninni. Þátttakendur voru valdir með markmiðsúrtaki. Við- miðin sem notuð voru við val á þátttakendum voru þau að þátttakendur hefðu áliuga á að taka þátt í rannsókn sem þessari, störfuðu með elstu börnunum í leikskólum eða fyrsta bekk í grunnskólum í Reykjavík, hefðu kennarastarfið að lífsstarfi og hefðu a.m.k. fimm ára starfsreynslu, hefðu mismikla og mismunandi reynslu af samstarfi skólastiganna og kæmu úr ólíku skólaumhverfi, annars vegar nokkuð hefðbundnu umhverfi og hins vegar umhverfi þar sem verið væri að leita nýrra leiða. Leikskólakennararnir höfðu mislanga kennslureynslu. Jóna hafði unnið nærri 30 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.