Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 63
JÓHANNA EINARSDÓTTIR
hverfi og veita tilfinningalegan stuðning sé þess þörf. Hins vegar eru þeir kennarar
sem beina sjónum fyrst og fremst að námsefninu og leggja megináherslu á árangur
nemenda sinna í námsgreinunum sem þeir kenna. Þeir eru stýrandi, beita valdi sínu
og halda uppi aga. Ryan og félagar benda á að með þessum stöðluðu myndum hafi
störf kennara yngri barna verið einfölduð um of og þeir ytri þættir sem áhrif hafa á
kennarann í starfi hafi ekki verið teknir til greina. Kennarar eru hluti af samfélags-
legu umhverfi sem býður upp á tækifæri jafnt sem takmarkanir. Þegar starfshættir og
hugmyndafræði kennara er skoðuð er því mikilvægt að tengja störf þeirra þeim
félagslegu og menningarlegu aðstæðum sem þeir búa við. Á þann hátt er auðveldara
að átta sig á hvað liggur að baki athöfnum þeirra.
Hugmyndir Bronfenbrenners (1977) um samvirkni milli einstaklingsins og um-
hverfisins eru gagnlegar til að skýra starfshætti kennara og mótun hugmyndafræði
þeirra. Wilcox (1982) skoðaði bakgrunn og umhverfi tveggja bandarískra yngri barna
kennara og hannaði líkan í ætt við hugmyndir Bronfenbrenners. Líkanið felur í sér
nokkra hringi sem hafa áhrif hver á annan. Innsti hringurinn táknar skólastofuna,
næsti skólann, sá þriðji merkir nágrennið, fjórði skólaumdæmið og ysti hringurinn
táknar samfélagið. Wilcox leit svo á að ytri lögin hefðu áhrif á þau innri, en einnig
væri sá möguleiki fyrir hendi að þau innri hefðu áhrif á þau ytri. Undirrituð komst
að sambærilegri niðurstöðu í rannsókn á tveimur íslenskum leikskólakennurum
(Jóhanna Einarsdóttir, 2001). Hægt var að greina þrenns konar samhengi þeirra þátta
sem mótuðu störf þeirra. í fyrsta lagi menningarbundið samhengi þ.e. hugmyndir
um börn og barnauppeldi á íslandi. í öðru lagi menntunarlegt samhengi sem felur í
sér m.a. lög og aðalnámskrá og í þriðja lagi menning viðkomandi leikskóla. Þessir
þættir eru samtvinnaðir og höfðu víxlverkandi áhrif hver á annan og á starfið sem
fram fór í leikskólunum.
í þessari rannsókn er leitast við að skoða á gaumgæfinn hátt störf tveggja leik-
skólakennara og tveggja grunnskólakennara í kjölfar mikilla breytinga á störfum og
starfsumhverfi þessara stétta á undanförnum árum. Markmiðið með rannsókninni
var tvíþætt. Annars vegar að skoða megináherslurnar í starfi kennaranna og hins
vegar þá þætti í starfsumhverfi þeirra hafa áhrif á störf þeirra.
RANNSÓKNARAÐFERÐ
Þátttakendur
Tveir leikskólakennarar, þær Jóna og Andrea, og tveir grunnskólakennarar, Sara og
María, tóku þátt í rannsókninni. Þátttakendur voru valdir með markmiðsúrtaki. Við-
miðin sem notuð voru við val á þátttakendum voru þau að þátttakendur hefðu áliuga
á að taka þátt í rannsókn sem þessari, störfuðu með elstu börnunum í leikskólum eða
fyrsta bekk í grunnskólum í Reykjavík, hefðu kennarastarfið að lífsstarfi og hefðu
a.m.k. fimm ára starfsreynslu, hefðu mismikla og mismunandi reynslu af samstarfi
skólastiganna og kæmu úr ólíku skólaumhverfi, annars vegar nokkuð hefðbundnu
umhverfi og hins vegar umhverfi þar sem verið væri að leita nýrra leiða.
Leikskólakennararnir höfðu mislanga kennslureynslu. Jóna hafði unnið nærri 30
61