Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 72
TVÆR STEFNUR - TVENNS KONAR HEFÐIR í KENNSLU UNGRA BARNA
Leikur er ekki stór þáttur í skólastarfinu í fyrsta bekk í Hæðaskóla. Börnin hafa þó
tækifæri til að leika sér frjálst í frímínútum sem eru þrennar yfir daginn, tvisvar
sinnum í 15 mínútur og einu sinni í 20 mínútur. Ekki er um frjálsan leik að ræða inn-
andyra, en hins vegar veitti ég því athygli að ef börn voru inni í frímínútum vegna
veikinda nutu þau þess að ieika sér. í Bryggjuskóla var svokölluð næðisstund hjá
fyrsta bekk frá kl. 11:50-12:20 daglega. Þá gátu börnin valið sér verkefni af ýmsum
toga svo sem spil, tölvur, kubba, legó og að teikna. Á þessum tíma létu kennararnir
börnin líka lesa, en að öðru leyti skiptu þeir sér ekki af þeim. María sagði mér að þær
vildu frekar sleppa einhverju öðru heldur en að stytta þennan tíma.
María er ánægð með þessa tilhögun og finnst þarna vera gott tækifæri til að
fylgjast með börnunum við aðrar aðstæður en í kennslustund. Hún segir:
Þarna hefur maður svo kjörið tækifæri til þess að fylgjast með krökkunum,
svolítið svona félagslega, því að við erum bara einu sinni í viku úti í frí-
mínútum, þannig að við sjáum svo lítið hvernig þau eru í leik. Það er mjög
forvitnilegt fyrir kennarann að fylgjast með því.
Ahrifaþættir
Aðalnámskrár og námsefni
Þegar rannsóknin fór fram höfðu aðalnámskrár fyrir bæði skólastigin tiltölulega
nýlega verið gefnar út og í kjölfar þess töluvert af nýju námsefni fyrir fyrsta bekk
grunnskóla. Leikskólakennararnir í rannsókninni töldu að útkoma nýrrar námskrár
hefði ekki breytt neinu um þeirra störf. Hins vegar töldu þeir að Uppeldisáætlunin
sem út kom árið 1985 (Uppeldisáætlun fyrir dagvistarheimili, 1985) hafi markað
tímamót því þá hefðu í fyrsta sinn verið sett orð á störf leikskólakennara og leikskóla-
kennarar styrkst mjög í að líta á sig sem fagmenn. Jóna sagði: „Mér fannst þetta vera
komið þarna á einn stað, hvað það er sem ætlast er til af leikskólanum." Leikskóla-
kennararnir töldu sig ekki bundna af námskránni á nokkurn hátt. Andrea sagðist lítið
hafa skoðað hana, en það væri ágætt að renna yfir þetta af og til, til að „sjá hvort mað-
ur væri að gleyma einhverju."
Grunnskólakennararnir töldu að töluverðar breytingar hefðu orðið með tilkomu
nýrrar aðalnámskrár og fundu fyrir þrýstingi um að komast yfir efnið í nýju náms-
bókunum. Sara talaði sérstaklega um hve miklar breytingar hefðu orðið á stuttum
tíma hvað varðaði kröfur sem gerðar væru til sex ára barna og fannst henni
n*msbækurnar stýra starfinu um of. Hún sagði: „Þetta er orðið allt allt annað en var.
Það er ekkert sambærilegt... Mér finnst bara of miklar kröfur í rauninni á þessa litlu
krakka, stærðfræðin og allt ... samkvæmt þessari nýju námskrá." Hún er ósátt við
þær aðstæður sem fyrsta bekk eru búnar og þær námslegu kröfur sem gerðar eru til
barnanna. Hún vildi hafa meiri tíma í leik og skapandi starf. Söru finnst einnig að alls
kyns prófum og athugunum á börnum í fyrsta bekk hafi fjölgað. Þroskapróf af ýmsu
tagi eru lögð fyrir börnin og svo hafi kennurum verið gert að leggja fyrir stærðfræði-
könnun og læsispróf um áramót. Hún lítur gagnrýnum augum á stöðluð próf fyrir
svo ung börn, telur lítið gagn vera að þeim og segir að niðurstöður þeirra gefi sér
engar viðbótarupplýsingar um börnin. Hún segir:
70