Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 83

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 83
VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR OG SIF EINARSDÓTTIR breytilegt milli rannsókna hvernig er spurt um einelti, m.a. vegna þess að fræðasam- félagið hefur ekki náð sátt um hvernig beri helst að skilgreina það. Langvarandi einelti getur haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir þolendur, svo sem minna sjálfstraust, auknar fjarvistir úr skóla, minnkandi einbeitingarhæfni, slæma sjálfsmynd, einmanaleika, kvíða, þunglyndi og sjálfsvíg (Olweus, 1993; Thompson o.fl., 2002). Erling Roland (2002b) og Ken Rigby (1997) telja að einelti sé nú eitt stærsta velferðarvandamál barna og unglinga vegna neikvæðra áhrifa þess á heilsufar. Eins og fram hefur komið fer einelti meðal barna og unglinga oftast fram á skóla- tíma. Ef börn eiga að ná árangri í námi verður þeim að finnast umhverfi sitt öruggt (Bullock, 2002). Börn sem lögð eru í einelti fara oft að líta á skólann sem ógnandi stað sem þeim finnst erfitt að aðlagast, þau eru einmana og forðast að fara í skólann. Þau geta haft þessar tilfinningar áfram, jafnvel þó eineltið hætti (Kochenderfer og Ladd, 1996). Þannig getur einelti haft neikvæð áhrif á námsárangur og einnig á félags- og persónuleikaþroska (Craig og Pepler, 1996). Mikilvægt er að benda á að einelti hefur ekki einungis neikvæð áhrif á þolendur heldur einnig á gerendur. Samkvæmt rannsókn Dan Olweus (1997) hafa allt að 60% gerenda eineltis hlotið dóm fyrir 24 ára aldur. Gerendur virðast þannig frekar tileinka sér andfélagslega hegðun á fullorðinsárum og eru líklegri til að fremja glæpi, neyta fíkniefna, stela og áreita maka sína og börn. Með þessari hegðun geta þeir haft nei- kvæð áhrif á þroska barna sinna og jafnvel lagt grunninn að nýjum einstaklingum sem seinna leggja í einelti (Byrne, 1994). Vegna þessara alvarlegu afleiðinga fyrir þolendur og gerendur eineltis skiptir miklu máli að kennarar og annað starfsfólk skóla geri sér grein fyrir hlutverki sínu og liafi færni til að takast á við einelti á árang- ursríkan hátt. Hlutverk kennara í eineltismálum Einelti lagast yfirleitt ekki af sjálfu sér og börn hafa ekki forsendur til þess að leysa eineltismál án aðstoðar frá fullorðnum. Er það vegna þess valdaójafnvægis sem ein- kennir einelti. Barn sem er sterkara, árásarhneigðara og með meira sjálfstraust, legg- ur annað barn sem er veikara, feimnara og svarar ekki fyrir sig, í einelti. Um vald- níðslu er að ræða og gerendur og þolendur eru ekki á jafnréttisgrundvelli (Crawford, 2002; Sudermann, Jaffe og Schieck, 1996). Því er það á ábyrgð kennara og annars starfsfólks skóla, í samvinnu við nemendur og foreldra þeirra, að vinna gegn einelti í grunnskólum. Kennarar eru í lykilhlutverki vegna mikilla samskipta við nemendur og lagalegs og siðferðilegs hlutverks. í lögum um grunnskóla kemur skýrt fram að hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, sé að stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins (Lög um grunnskóla, 1995). í aðalnámskrá er lögð áhersla á að í grunnskólum beri að efla með nemendum sjálfstraust, heilbrigða dómgreind, umburðarlyndi og náungakær- leik. Auk þess eiga nemendur að geta borið ábyrgð á gerðum sínum og efla á siðferð- isvitund þeirra og samábyrgð (Aðalnámskrá grunnskóla, 1999). Þá kemur einnig fram í aðalnámskrá að það sé hlutverk skólastjórnenda, kennara, starfsmanna skól- anna og foreldra að stuðla að velferð nemenda. Auk þess eiga nemendur að geta leit- 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.