Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 101
HRONN PALMADOTTIR
beitt en hana þróaði María Aarts sem er hollenskur fjölskylduráðgjafi. Þessi aðferð,
sem einnig er íhlutunaraðferð, var upphaflega notuð í handleiðslu fyrir foreldra sem
áttu í vandkvæðum með uppeldi og samskipti við börn sín. Aðferðin byggist á því að
samskipti við eðlilegar aðstæður eru tekin upp á myndband og þau greind. „Marte
meo" er skírskotun til þess að sérhver manneskja búi yfir hæfni til þess að eiga í upp-
byggilegum samskiptum við aðra. Meginhugmynd aðferðarinnar er að koma auga á,
virkja og þróa færni sem getur styrkt þroskavænleg boðskipti. Náðst hefur góður
árangur við notkun Marte meo-aðferðarinnar, t.d. við lausn samskiptaerfiðleika og
við handleiðslu starfsfólks í leikskólum ásamt fjölskyldumeðferð í Noregi, Svíþjóð og
Danmörku (Aarts, 2000; Dinsen og Rasmussen, 2000; Drugli, 1994; Rye 1993).
Boðslcipti
Hugtakið boðskipti stendur fyrir enska orðið „communication". Bandaríski félags-
mannfræðingurinn Gregory Bateson (1972-1979) setti fram kenningu þar sem hann
skilgreinir boðskiptahugtakið vítt. Hann telur boðskipti vera aðferðir manna við að
flytja hver öðrum skilaboð eða fréttir. Þau geta farið fram í orðum eða sem athöfn. Yrt
boðskipti fela í sér táknkerfi, t.d. orð eða táknmál. Óyrt boðskipti felast í látbragði,
líkamstjáningu, augnhreyfingum og ýmsum athöfnum sem berast milli aðila sem
taka þátt í sameiginlegum athöfnum. Bateson leggur í boðskiptakenningu sinni
áherslu á að túlka eigi allar mannlegar athafnir og orð í því samhengi sem þær koma
fyrir í. Skilgreining Batesons felur í sér alla þá þætti sem skapa forsendur fyrir félags-
legum samskiptum.
Berit Bae (1987-1996) skýrir hugtakið boðskipti á þann veg að hægt sé að skilja
boðskipti í ljósi innihalds og eðlis tengsla milli þeirra sem eiga í félagslegum sam-
skiptum. Auk þess hafi samhengi boðskiptanna áhrif á það hvernig boðskapurinn er
túlkaður. Innihaldi er gjarnan miðlað með orðum meðan tilfinningar og tengsl koma
fram án orða. Hliðarboðskiptin eru boðskapurinn sem miðlað er samhliða hinu
talaða orði. Þau gefa til kynna tilfinningar, viðhorf og fyrirætlanir í tengslum við það
sem er orðað.
Uppbygging boðskipta
Grundvallarhugmyndum Marte meo (Aarts, 2000; Sorensen, 1999; 0vreeide og
Hafstad, 1998) er lýst á þá leið að bæði foreldrar og börn hafi yfir að ráða náttúrulegri
grundvallarhæfni til að eiga í samskiptum. Samskiptin hafi ákveðna uppbyggingu og
hrynjandi eins og í samtali (dialog). Samskiptunum er lýst sem þrískiptu ferli; upp-
hafi, miðbiki og endi.
Venjulega sýnir barn frumkvæði sitt með því að beina athygli sinni að einhverju,
að hinum fullorðna, persónu eða hlut fyrir utan sambandið eða að sjálfu sér. Hinn
fullorðni staðfestir frumkvæði barnsins, styður við það eða leitast eftir að mynda
sameiginlegan sjónarhól með barninu og gagnkvæmt samband við barnið myndast.
Barnið og hinn fullorðni deila sameiginlegri dýpkun á því sem athyglin beinist að.
Líkamstjáning og orð eru notuð til útskýringar. Þegar barn og fullorðinn eiga í slíkum
samskiptum kemur fram víxlverkun milli þess að tjá sig um það sem fyrir augu ber
99