Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 101

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 101
HRONN PALMADOTTIR beitt en hana þróaði María Aarts sem er hollenskur fjölskylduráðgjafi. Þessi aðferð, sem einnig er íhlutunaraðferð, var upphaflega notuð í handleiðslu fyrir foreldra sem áttu í vandkvæðum með uppeldi og samskipti við börn sín. Aðferðin byggist á því að samskipti við eðlilegar aðstæður eru tekin upp á myndband og þau greind. „Marte meo" er skírskotun til þess að sérhver manneskja búi yfir hæfni til þess að eiga í upp- byggilegum samskiptum við aðra. Meginhugmynd aðferðarinnar er að koma auga á, virkja og þróa færni sem getur styrkt þroskavænleg boðskipti. Náðst hefur góður árangur við notkun Marte meo-aðferðarinnar, t.d. við lausn samskiptaerfiðleika og við handleiðslu starfsfólks í leikskólum ásamt fjölskyldumeðferð í Noregi, Svíþjóð og Danmörku (Aarts, 2000; Dinsen og Rasmussen, 2000; Drugli, 1994; Rye 1993). Boðslcipti Hugtakið boðskipti stendur fyrir enska orðið „communication". Bandaríski félags- mannfræðingurinn Gregory Bateson (1972-1979) setti fram kenningu þar sem hann skilgreinir boðskiptahugtakið vítt. Hann telur boðskipti vera aðferðir manna við að flytja hver öðrum skilaboð eða fréttir. Þau geta farið fram í orðum eða sem athöfn. Yrt boðskipti fela í sér táknkerfi, t.d. orð eða táknmál. Óyrt boðskipti felast í látbragði, líkamstjáningu, augnhreyfingum og ýmsum athöfnum sem berast milli aðila sem taka þátt í sameiginlegum athöfnum. Bateson leggur í boðskiptakenningu sinni áherslu á að túlka eigi allar mannlegar athafnir og orð í því samhengi sem þær koma fyrir í. Skilgreining Batesons felur í sér alla þá þætti sem skapa forsendur fyrir félags- legum samskiptum. Berit Bae (1987-1996) skýrir hugtakið boðskipti á þann veg að hægt sé að skilja boðskipti í ljósi innihalds og eðlis tengsla milli þeirra sem eiga í félagslegum sam- skiptum. Auk þess hafi samhengi boðskiptanna áhrif á það hvernig boðskapurinn er túlkaður. Innihaldi er gjarnan miðlað með orðum meðan tilfinningar og tengsl koma fram án orða. Hliðarboðskiptin eru boðskapurinn sem miðlað er samhliða hinu talaða orði. Þau gefa til kynna tilfinningar, viðhorf og fyrirætlanir í tengslum við það sem er orðað. Uppbygging boðskipta Grundvallarhugmyndum Marte meo (Aarts, 2000; Sorensen, 1999; 0vreeide og Hafstad, 1998) er lýst á þá leið að bæði foreldrar og börn hafi yfir að ráða náttúrulegri grundvallarhæfni til að eiga í samskiptum. Samskiptin hafi ákveðna uppbyggingu og hrynjandi eins og í samtali (dialog). Samskiptunum er lýst sem þrískiptu ferli; upp- hafi, miðbiki og endi. Venjulega sýnir barn frumkvæði sitt með því að beina athygli sinni að einhverju, að hinum fullorðna, persónu eða hlut fyrir utan sambandið eða að sjálfu sér. Hinn fullorðni staðfestir frumkvæði barnsins, styður við það eða leitast eftir að mynda sameiginlegan sjónarhól með barninu og gagnkvæmt samband við barnið myndast. Barnið og hinn fullorðni deila sameiginlegri dýpkun á því sem athyglin beinist að. Líkamstjáning og orð eru notuð til útskýringar. Þegar barn og fullorðinn eiga í slíkum samskiptum kemur fram víxlverkun milli þess að tjá sig um það sem fyrir augu ber 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.