Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 102

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 102
BOÐSKIPTI í LEIKSKÓLA og að bregðast við hinum sameiginlega sjónarhóli. Þegar samskiptum lýkur á sér stað gagnkvæmur endir þar sem þátttakendur ljúka samskiptunum og velja nýtt einstak- lingsbundið eða sameiginlegt sjónarhorn. Gagnkvæm viðurkenning ætti að ríkja á því að flytja athyglina annað. Það gerist með því að hinn fullorðni gaumgæfir frum- kvæði barnsins og gefur það skýrt til kynna að hann dregur sig út úr samskiptunum. Virkni barnsins Hugmyndir bandaríska sálfræðingsins Daniels Sterns (1985) hafa m.a. leitt til þess að nú er í æ ríkara mæli litið á hæfni barnsins og virkni. Á grundvelli margháttaðra rannsóknarniðurstaðna sem Schneider-Rosen (1990) dró saman um þróun geðtengsla og skýringa á þroska barnsins, setti Stern fram kenningu um þróun sjálfsins. Þær miklu breytingar og þróun sem barnið gengur í gegnum frá fæðingu að tveggja ára aldri eru skýrðar með því að barnið er tilbúið til þess að takast á við nýja skynjun og reynslu. Breytingin á sér ekki eingöngu stað hjá barninu heldur hafa foreldrar áhrif með samskiptum sínum við það. Foreldrarnir eru feti framar og örva barnið á því stigi sem það kemur til með að ráða við innan tíðar. Þegar eitt svið skynjunar sjálfs- ins er myndað heldur það áfram og hið næsta bætist við. Sviðin eru virk allt lífið og samhliða skynjun sjálfsins þróast svið samskipta og tengsla sem barnið getur á ýms- um aldri tekið þátt í með öðrum. Bent hefur verið á hvernig kenning Sterns og hugmyndirnar sem liggja að baki Marte meo-aðferðinni tengjast (Aarts, 1996, 2000; Hafstad og 0vreeide, 1997; Hund- eide 1996; Sorensen, 1999; Mjeldheim, 1993; Rye, 1993). Kenningin skýri hvernig barnið þroskast og örvast sem einstaklingur í samskiptum sínum við móður eða aðra. í samskiptunum býr barnið til samhengi og merkingu í þróun sjálfsmyndar sinnar. Marte meo-aðferðin byggist á athugunum á eðlilegum boðskiptum milli barns og fullorðins. Viðmiðin sem lögð eru til grundvallar í greiningu boðskiptanna og í íhlut- un eiga einnig að þroska og örva sömu sálrænu þættina og Stern leggur til grundvall- ar í kenningu sinni. Sama skilning er einnig að finna í kenningunni og aðferðinni um að möguleiki sé á að breyta óæskilegum samskiptum. Breytingarnar muni óhjá- kvæmilega hafa áhrif á þá sem eiga í samskiptunum og á skynjun sjálfsins. f niðurstöðum rannsókna kemur fram að félagsleg boðskipti verða sífellt mikil- vægari þegar börn fara að þróa leikhæfni sína með öðrum (Creasey, Jarvis og Berk, 1998; Hughes, 1998; Linder, 1994; Vedeler, 1995). Vedeler (1996) rannsakaði uppbygg- ingu samtals, notkun tjáningar, virkni og samhengi í samtölum hjá fimm ára gömlum dreng sem átti við samskiptavanda að stríða í leikskóla. Athuganir fóru fram í frjáls- um leik innan félagahópsins. Niðurstaðan var sú að marktækur munur var á drengnum og leikfélögum hans í beitingu málsins í samskiptum. Þetta var breytilegt og fór eftir því hvernig samsetning hópsins var. Þegar drengurinn lék við einn ákveð- inn vin leit út fyrir að beiting málsins í samskiptum ykist. Andstætt hinum börn- unum tók vinurinn mið af sjónarhorni drengsins, lagaði leik sinn og samtal að því og hélt uppi samræðum við hann. Félagsfærni er einn þeirra þátta sem talinn er mikilvægur þegar rætt er um að börn þurfi á viðurkenningu félaga sinna að halda til áframhaldandi þroska. Hins vegar er 100
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.