Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 103

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 103
HRÖNN PÁLMADÓTTIR erfitt að finna einhlíta skilgreiningu á hugtakinu (Guðrún Kristinsdóttir, 2001; Schneider, 1993). Samkvæmt Guralnick (1994) er félagsfærni hæfni ungra barna til að geta á árangursríkan og viðurkenndan hátt nálgast persónuleg markmið sín. Það verði að tengja félagsfærnina árangri eða útkomu á því félagslega markmiði sem barnið hefur. Mikilvægt félagslegt markmið fyrir ung börn er að komast inn í félaga- hóp, að kunna að miðla málum, að fá leikfang sem þau langar í, deila á milli sín, bjóða öðrum börnum að koma að leika sér og að þróa leik með leikfélögum. Rutter og Rutter (1993) segja að greina megi ólíka tilhneigingu í félagslegum stfl stúlkna og drengja. Drengir leiki sér fremur í stærri hópum og leikir þeirra séu gróf- ari og einkennist oft af vinalegum fangbrögðum. Drengir séu einnig árásargjarnari og hóti fremur með orðum. Stúlkurnar aftur á móti noti fremur málið sem samskipta- tæki en eigi í erfiðleikum með að nota það til að leysa vandamál. Stúlkur séu einnig líklegri en drengir til að sýna tilfinningar og deila þeim með vinum sínum. Rannsóknir ó samskiptum barna og fullorðinna Niðurstöður rannsóknar Jóhönnu Einarsdóttur (1999) á þátttöku fullorðinna í hlut- verkaleik barna í leikskólum gefa til kynna að leikskólakennarar og annað starfsfólk taki lítinn þátt í leik barna. Börnin voru oft ein án nokkurra afskipta eða leiðbeininga frá fullorðnum nema mikla nauðsyn bæri til. Þegar íhlutun í leik barnanna átti sér stað voru algengustu afskiptin utan þess leikþema sem börnin léku. Niðurstöður rannsóknarinnar ríma við aðrar norrænar rannsóknir á þátttöku fullorðinna í leik barna. í rannsókn Sigrúnar Aðalbjarnardóttur (1991) var athugað hvort hægt væri að örva samskiptahæfni skólabarna með því að nota ákveðnar kennsluaðferðir við að leysa félagslegan ágreining. Átta ára og ellefu ára börn voru athuguð. í niðurstöðum kom fram að börnin sem fengu hvatningu til að ræða um félagslegan ágreining og lausn hans sýndu meiri framfarir við að setja sig í spor þeirra sem hlut áttu að máli en þau börn sem ekki fengu þjálfun eða hvatningu. Hegðun barnanna virtist hneigjast meira í átt til tillitssemi bæði við bekkjarfélaga og kennara. í rannsókn Berit Bae (1992) var sjónum beint að því hvernig mismunandi tengsl og samskipti milli barna og fullorðinna skapa ólíkar forsendur fyrir þróun sjálfsmyndar og viðhorf sem tengjast námi barna. í niðurstöðum komu fram sameiginleg einkenni í samskiptamynstri hinna fullorðnu við börnin. Þegar barn átti frumkvæði að sam- skiptum við kennara flutti kennari gjarna athyglina frá fyrirætlun og skynjun barns- ins yfir á eitthvað annað. Réttur barnsins til þess að dýpka hugsanir sínar og tilfinn- ingar voru settar til hliðar og það var ekki hvatt til ígrundunar. Ekholm og Hedin (1993) vitna í rannsókn Elisabeth Preschott sem lýsti starfsað- ferðum í leikskólum á tvo vegu. Starfsaðferðir voru annars vegar skilgreindar lokað- ar og hins vegar opnar. Þar sem lokaðar starfsaðferðir voru ríkjandi var lögð áhersla á að börnin vissu hvað var leyfilegt og hvað ekki. Auk þess var hegðun barnanna sett skýr mörk og þau síður hvött til frumkvæðis en í leikskólum sem skilgreindir voru opnir. Þar fengu börnin fleiri tækifæri til þess að vinna á sjálfstæðan hátt og taka frumkvæði og hinir fullorðnu stjórnuðu minna. 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.