Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 120

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 120
BOÐSKIPTI í LEIKSKÓLA í viðtölunum kom fram að starfsfólk taldi að drengir biðji síður um aðstoð þeirra en stúlkur. Aðferðir drengjanna birtast á annan hátt og e.t.v. síður eftir þeim tekið fyrr en þær verða að hávaða eða átökum í augum fullorðinna. Kennarar barnanna voru sjaldnast það nálægt leik barnanna að þeir sæju vel hvað fram fór. Þegar íhlutun kennara var skoðuð litu þeir iðulega fram hjá óyrtri hegðun drengj- anna og reyndu ekki að komast að þeim tilfinningum sem lágu að baki athöfnum þeirra. Drengirnir í rannsókninni eru á fimmta og sjötta aldursári. Líklegt er að gert sé ráð fyrir að megintjáning þeirra fari fram í gegnum málið. Stern (1985) talar um að litið hafi verið fram hjá óyrtri hegðun í tengslum við félagsmótun barna. Skýringa má ef til vill leita í viðhorfum og væntingum til hegðunar og samskipta í leikskólanum. Til dæmis ef fyrirfram er gert ráð fyrir að hegðun drengjanna sé slæm og komið er fram við þá samkvæmt því, eða hinsvegar að jákvæð hegðun og samskipti séu talin svo sjálfsögð að ekki þurfi að veita henni neina athygli eða viðurkenningu þegar hún birtist. Samkvæmt Hatch (1987) getur barn sem byrjar í leikskóla komið inn í jákvæð- an eða neikvæðan samskiptaferil sem kann að hafa áhrif á áframhaldandi þroska þess. Hugsanlega má draga þá ályktun að framkoma og íhlutun starfsmanna sem birtist í tilfinningalegri nálægð eða tilfinningalegri fjarlægð eigi rætur sínar að rekja til ólíkra viðhorfa til barna. Annars vegar sé litið á barnið sem virkan geranda og til- hneiging fyrir hendi til þess að koma til móts við barnið og viðurkenna athafnir þess (Stern, 1985). Þær tilfinningar sem barnið vekur hjá fullorðnum eru ræddar með það fyrir augum að sjá það frá fleiri sjónarhornum svo hægt sé að skilja barnið og hegðun þess betur. Hins vegar að litið sé á barnið sem óvirkt og megináherslan lögð á hlut- verk hins fullorðna í að stjórna því og hafa áhrif á hegðun þess. Reynt er að halda aftur af eigin tilfinningum, „að láta ekki börnin finna að þau æsa mann upp," og af- leiðingin verður hlutleysi hins fullorðna þegar afskipti eru höfð af hegðun barns. Fram kom í viðtölum við starfsfólk að flestum fannst erfitt að vita hvernig bregðast átti við þegar börnin sýna óæskilega hegðun og þeir höfðu skynjað kvíða og úrræða- leysi sem minnkaði með aukinni reynslu í starfi. Samstarf og umræða milli starfs- manna virðist vera afgerandi þáttur þegar litið er til þess hvernig mæta á börnum með samskiptaerfiðleika innan barnahópsins. Máli skiptir að starfsfólk ræði opið um viðhorf sín til barna, til þess hvað og hvernig börn læra og eigin þátt í því. Ennfrem- ur að samræma þær leiðir sem fara á í samskiptunum við börnin því það gefur mögu- leika á þróun í starfi. Þróun sem hefur gagnkvæm áhrif á þroska bæði fullorðinna og barna. LOKAORÐ Rannsóknin leiddi í Ijós athyglisverð atriði sem tengjast boðskiptum drengjanna, samskiptum milli barna og íhlutun starfsfólks. Sú innsýn sem fengist hefur hér í sam- skipti getur vonandi orðið fagfólki og öðrum hvatning til nánari athugunar og ígrundunar á samskiptum barna og hlutverki fullorðinna í samskiptunum. Sam- kvæmt Marte meo aðferðinni var leitast við að sjá styrk og hæfni þeirra sem áttu í 118
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.