Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 121
HRÖNN PÁLMADÓTTIR
samskiptum hverju sinni. Það var athyglisvert þegar drengirnir sem um ræðir fengu
jákvæð viðbrögð leikfélaga og kennara, við oft ófullburða tilraunum sínum til sam-
skipta, þróuðust þau á jákvæðan máta. Eins og fram hefur komið voru drengirnir
fremur studdir og hvattir við verkefnavinnu sem fram fór í hópstarfi en í leik við fé-
lagana. Litið var svo á að leikurinn væri barnanna og hópstarfið tengt grunnskóla-
námi. Ýmsar vísbendingar eru um að litið sé á samskipti sem einangraðan þátt en
ekki hluta af því námi sem fer fram í frjálsum leik og hópstarfi á deildunum.
Ljóst er að niðurstöðurnar gefa ekki tilefni til alhæfinga en ég tel að draga megi
m.a. þann lærdóm að mikilvægt sé að beina sjónum að styrkleika barna í boðskiptum.
Þessar niðurstöður eru í samræmi við áherslur sem greina má í nýlegum rannsókn-
um þar sem styrkur barna og færni er kannaður í stað þess að einblína á veikleika
þeirra og vanhæfni (t.d. Guðrún Kristinsdóttir, 2001; Kristín Karlsdóttir, 2003).
Fram komu vísbendingar þess efnis að veita þurfi enn frekari athygli því félags-
lega námi sem fram fer í leikskólum. Vert er að gaumgæfa þær kennslu- eða íhlutun-
araðferðir sem beitt er í tengslum við samskipti og hegðun og þær hugmyndir sem
að baki liggja. Bæði til að styrkja félagslega færni leikskólabarna og til að styðja við
þau börn sem glíma við erfiðleika í samskiptum. í ljósi þessa má álykta að starf í leik-
skólum kallar í ríkum mæli á fagmennsku. Það er því áhyggjuefni að í leikskólum
starfi einungis ríflega 30% fagmenntaðir leikskólakennarar (Hagstofa íslands, 2004).
í Aðalnámskrá leikskóla (1999) er kveðið á um nauðsyn stefnumótunar í aðhaldi,
aga og samskiptum barna. Þar segir jafnframt að barn þurfi að finna að það hefur
hlutverki að gegna innan barnahópsins og að það tilheyrir hópnum. Til að nálgast
það mark að gera hverju og einu barni kleift að öðlast hlutdeild í námi sem á sér stað
innan barnahópsins verður í auknum mæli að beina sjónum kennara að því mikil-
væga ferli sem fer fram í boðskiptum og leik barna. Tengslin milli tungumáls, vits-
muna og félagsþroska eru margþætt og nauðsynlegt að líta á þau sem heild. Þess
vegna hefur seinkun færni, hvort sem hún er yrt eða óyrt, áhrif á möguleika barnanna
til þess að taka þátt í leik með öðrum börnum.
HEIMILDASKRÁ
Aarts, M. (1996). Marte meo guide. Harderwijk, Holland: Aarts productions.
Aarts, M. (2000). Marte Meo grundbog. Harderwijk, Holland: Aarts productions.
Aðalnámskrá leikskóla (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.
Bae, B. (1987). Selvutvikling og relasjonserfaringer i barnehage - et forprojekt. Nordisk
Pedagogik 3,140-150.
Bae, B. (1990). Kommunikasjon i den pedagogiske prosessen. Norsk Pedagogisk Tids-
skrift 4,187-197.
Bae, B. (1992). Relasjon som vágestykke - læring om seg selv og andre. í B. Bae. og J. E.
Waastad (ritstj.), Erkjennelse og anerkjennelse. Perspektiver pá relasjoner (bls. 33-60).
Ósló: Universitetsforlaget.
Bae, B. (1996). Det intcressante i det alminnelige. Ósló: Pedagogisk Forum.
Bateson, G. (1972). Steps to an ecology ofmind. New York: Ballantine Books.
119