Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 126

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 126
HUGMYNDIR UM FLUTNING MENNTUNAR ... greininni er leitast við að bera kennsl á þá hagsmunahópa sem höfðu afskipti af flutn- ingnum, skilgreina og skilja ólík sjónarmið þeirra og kanna hvernig þau birtust í rök- semdafærslu með eða gegn flutningnum. Einnig er kannað hvernig flutningurinn féll að stöðu og þróun íslensks menntakerfis. Flutningur starfsmenntunar verður ekki á einni nóttu, yfirleitt er um hægfara ferli að ræða. Það á sér sinn aðdraganda og við tekur einhvers konar millibilsástand (e. transition period) (Fox, 1990). Upphaf og lok flutningsferlisins er því skilgreining- aratriði sem er háð tíma, stað og fyrirætlun þess sem rannsakar. Flutningsferlið stóð yfir frá 1963 til 1978 og skiptist í tvö tímabil; 1963-1971 og 1971-1978. Árið 1963 voru samþykkt lög um Kennaraskóla íslands sem höfðu afdrifarík áhrif á þróun menntun- ar barnakennara. Samþykkt laganna um Kennaraháskóla íslands 1971 markar lok fyrra tímabilsins og um það fjallar þessi grein. Árið 1978 er valið sem lok ferlisins. Ástæða þeirrar tímasetningar var lögbundin endurskoðun á lögunum um Kennara- háskóla íslands frá 1971. Árið 1977 var kynnt á Alþingi frumvarp til laga um Kenn- araháskóla íslands en það dagaði uppi á Alþingi vorið 19787 Þrjár rannsóknarspurningar eru lagðar til grundvallar: 1. Hvaða hópar voru það sem kröfðust eða lögðust gegn flutningi menntunar barnakennara á háskólastig og hver var aðaltalsmaður flutningsins? 2. Hvernig endurspegluðust hugmyndir ólíkra hagsmunahópa í röksemda- færslu þeirra með eða á móti flutningi menntunar barnakennara á háskóla- stig? 3. Hvernig féll flutningurinn að þróun íslensks menntakerfis? Sú sýn að líta á flutningsferlið sem flókin samskipti ólíkra hagsmunahópa á rætur sínar að rekja til starfs míns sem skólastjóra Fósturskóla íslands á árunum 1981-1998. Síðustu tíu árin í því starfi snerust að miklu leyti um það hvernig endanlega mætti færa menntun leikskólakennara á háskólastig.1 2 3 Þann 1. janúar 1998 var menntun leik- skólakennara, þroskaþjálfa og íþróttakennara færð inn í Kennaraháskóla íslands (Lög um Kennaraháskóla íslands, 1997). Árið 1997 byrjaði ég á rannsókninni um flutning menntunar barnakennara á háskólastig og það fór ekki hjá því að ég væri með 1 Þessi grein er byggð á hluta af doktorsritgerð Gyðu Jóhannsdóttur frá árinu 2001, Hugmyndir um flutning menntunar íslenskra barnakennara á háskólastig árið 1971. Það ár varð Kennaraskóli íslands að Kennaraháskóla íslands og þar með annar háskóli íslendinga, en Háskóli íslands hafði verið eini háskólinn á Iandinu frá stofnun hans árið 1911. Ritgerðin var varin við Danmarks Pædagog- iske Universitet 25. október 2002. 2 Tilgangur frumvarpsins var meðal annars að styrkja stöðu Kennaraháskóla íslands sem vísinda- stofnunar. Alþingi sendi mörgum aðilum frumvarpið til umsagnar. Þessi gögn voru talin afar áhugaverð þar sem í þeim var að finna framhaldsumræður sem endurspegluðu skoðanir um stöðu og eðli kennaramenntunar og ekki hvað síst stöðu Kennaraháskóla íslands sem vísinda- stofnunar. Ný Iög um Kennaraháskóla fslands voru ekki samþykkt fyrr en 1988 (sjá nánar um þetta í doktorsritgerð Gyðu Jóhannsdóttur, 2001, bls. 185-186 og bls. 213-243). 3 Árið 1996 fékk Háskólinn á Akureyri heimild til þess að starfrækja þriggja ára námsbraut fyrir leikskólakennara. Námið f Fósturskóla íslands var hins vegar á svokölluðu gráu svæði eða á milli framhaldsskólastigs og háskólastigs þar til árið 1998. 124
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.