Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 126
HUGMYNDIR UM FLUTNING MENNTUNAR ...
greininni er leitast við að bera kennsl á þá hagsmunahópa sem höfðu afskipti af flutn-
ingnum, skilgreina og skilja ólík sjónarmið þeirra og kanna hvernig þau birtust í rök-
semdafærslu með eða gegn flutningnum. Einnig er kannað hvernig flutningurinn féll
að stöðu og þróun íslensks menntakerfis.
Flutningur starfsmenntunar verður ekki á einni nóttu, yfirleitt er um hægfara ferli
að ræða. Það á sér sinn aðdraganda og við tekur einhvers konar millibilsástand
(e. transition period) (Fox, 1990). Upphaf og lok flutningsferlisins er því skilgreining-
aratriði sem er háð tíma, stað og fyrirætlun þess sem rannsakar. Flutningsferlið stóð
yfir frá 1963 til 1978 og skiptist í tvö tímabil; 1963-1971 og 1971-1978. Árið 1963 voru
samþykkt lög um Kennaraskóla íslands sem höfðu afdrifarík áhrif á þróun menntun-
ar barnakennara. Samþykkt laganna um Kennaraháskóla íslands 1971 markar lok
fyrra tímabilsins og um það fjallar þessi grein. Árið 1978 er valið sem lok ferlisins.
Ástæða þeirrar tímasetningar var lögbundin endurskoðun á lögunum um Kennara-
háskóla íslands frá 1971. Árið 1977 var kynnt á Alþingi frumvarp til laga um Kenn-
araháskóla íslands en það dagaði uppi á Alþingi vorið 19787
Þrjár rannsóknarspurningar eru lagðar til grundvallar:
1. Hvaða hópar voru það sem kröfðust eða lögðust gegn flutningi menntunar
barnakennara á háskólastig og hver var aðaltalsmaður flutningsins?
2. Hvernig endurspegluðust hugmyndir ólíkra hagsmunahópa í röksemda-
færslu þeirra með eða á móti flutningi menntunar barnakennara á háskóla-
stig?
3. Hvernig féll flutningurinn að þróun íslensks menntakerfis?
Sú sýn að líta á flutningsferlið sem flókin samskipti ólíkra hagsmunahópa á rætur
sínar að rekja til starfs míns sem skólastjóra Fósturskóla íslands á árunum 1981-1998.
Síðustu tíu árin í því starfi snerust að miklu leyti um það hvernig endanlega mætti
færa menntun leikskólakennara á háskólastig.1 2 3 Þann 1. janúar 1998 var menntun leik-
skólakennara, þroskaþjálfa og íþróttakennara færð inn í Kennaraháskóla íslands (Lög
um Kennaraháskóla íslands, 1997). Árið 1997 byrjaði ég á rannsókninni um flutning
menntunar barnakennara á háskólastig og það fór ekki hjá því að ég væri með
1 Þessi grein er byggð á hluta af doktorsritgerð Gyðu Jóhannsdóttur frá árinu 2001, Hugmyndir um
flutning menntunar íslenskra barnakennara á háskólastig árið 1971. Það ár varð Kennaraskóli íslands
að Kennaraháskóla íslands og þar með annar háskóli íslendinga, en Háskóli íslands hafði verið
eini háskólinn á Iandinu frá stofnun hans árið 1911. Ritgerðin var varin við Danmarks Pædagog-
iske Universitet 25. október 2002.
2 Tilgangur frumvarpsins var meðal annars að styrkja stöðu Kennaraháskóla íslands sem vísinda-
stofnunar. Alþingi sendi mörgum aðilum frumvarpið til umsagnar. Þessi gögn voru talin afar
áhugaverð þar sem í þeim var að finna framhaldsumræður sem endurspegluðu skoðanir um
stöðu og eðli kennaramenntunar og ekki hvað síst stöðu Kennaraháskóla íslands sem vísinda-
stofnunar. Ný Iög um Kennaraháskóla fslands voru ekki samþykkt fyrr en 1988 (sjá nánar um
þetta í doktorsritgerð Gyðu Jóhannsdóttur, 2001, bls. 185-186 og bls. 213-243).
3 Árið 1996 fékk Háskólinn á Akureyri heimild til þess að starfrækja þriggja ára námsbraut fyrir
leikskólakennara. Námið f Fósturskóla íslands var hins vegar á svokölluðu gráu svæði eða á milli
framhaldsskólastigs og háskólastigs þar til árið 1998.
124