Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 132

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 132
HUGMYNDIR UM FLUTNING MENNTUNAR ... ar í stað hugtaksins einkenni (1990, bls. 46-52). í rannsókn minni er þessi eign stéttar- innar sértæk fræðileg þekking og háskólanám. Þessi vídd vísar einnig til þess að fag- stétt „skipi sérstakan sess í samfélaginu" (Torstendahl, 1990, bls. 45) og tengist hug- myndum fúnksjónalista, s.s. hugmyndum Parsons og Barbers frá sjöunda og áttunda áratugnum. Þeir leggja ríka áherslu á að þróun fagstétta tengdist samfélagsþróun. Þróun fagstétta er svar við almennri samfélagslegri þörf fyrir fræðilega sérfræðiþekk- ingu sem aflað er í háskóla. Fræðileg þekking er nauðsynleg til þess að fagstéttin geti stundað það starf sem henni er ætlað. Auk þess líta þeir á störf fagstétta sem óeigin- gjarnt starf unnið með velferð allra þjóðfélagsþegna að leiðarljósi. Fyrst og fremst er tekið mið af starfsstéttum eins og læknum, lögfræðingum og prestum (Barber, 1963; Parson, 1968). Stjórnlistarvíddin (e. strategic approach) er önnur víddin í nálgun Torstendahls (1990, bls. 48-52). Þessi vídd er byggð á hugmyndum ný-webersinna, sem gagnrýndu hugmyndir fúnksjónalista um fagvæðingarferlið. Johnson (1972) lýsir hugmyndum ný-webersinna á eftirfarandi hátt: „Fagstétt er ekki starfsstétt heldur leið til þess að ráða yfir starfsstétt" (bls. 45). Þarna vísar Johnson til þeirrar grundvallarhugmynda ný-webersinna um að allar hugmyndir um einkenni fagstétta svo sem nauðsyn fræði- legrar þekkingar og óeigingjarns starfs stéttarinnar séu einungis til þess ætlaðar að tryggja ákveðnum starfsstéttum sérstök starfsskilyrði og forréttindi á kostnað annarra starfsstétta. Ný-webersinnar draga nafn sitt af félagsfræðingnum Max Weber, en á áttunda og að hluta til á níunda áratugnum unnu þeir áfram með hugtak Webers social closure sem má þýða sem fe'lagsleg lokun (Due og Madsen, 1990). Ný- webersinnar beina sjónum sínum að þeirri valdabaráttu sem á sér stað á milli verð- andi fagstéttar og viðurkenndrar fagstéttar. Hin verðandi fagstétt reynir að auka völd sín svo og virðingarstöðu, bæði faglega og fjárhagslega. Parkin (1979) skilgreinir ólík- ar aðferðir sem þessar tvær stéttir notuðu í valdabaráttu fagvæðingarferlisins. Hin verðandi fagstétt notar yfirtökuaöferðina (e. usurpation), en hún felur í sér að ná því eftirsóknarverða sem hin viðurkennda fagstétt ræður yfir. Viðurkenndar fagstéttir beita hins vegar útilokun (e. exclusion), þ.e.a.s. þær standa vörð um eigin sérréttindi og hagsmuni og reyna að hindra að hin verðandi fagstétt öðlist þessi sérréttindi (Torstendahl, 1990). Þessar víddir staðsetur Torstendahl innan social terrain (1990, bls. 56), sem hér má þýða sem sögulegt samhengi (sjá einnig Burrage 1990, bls. 21). Hann telur að ekki sé mögulegt að kanna fagvæðingarferlið án þess að taka tillit til þessa samhengis. Torstendahl telur að unnt sé að kanna eðlislægu og stjórnlistarvíddirnar samtímis, meta vægi hvorrar um sig og tengja sögulegum bakgrunni sem getur e.t.v. skýrt ólíkt vægi víddanna á mismunandi tímum og í ólíkum menningarsamfélögum. Á þennan hátt reynir Torstendahl að leysa áratuga fræðilega togstreitu fúnksjóna- lista og ný-webersinna, en þessir tveir félagsfræðilegu skólar töldu hugmyndir sínar algerlega ósamrýmanlegar og litu auk þess fram hjá menningar- og sögulegu sam- hengi (Burrage, 1990; Johnson, 1972; Torstendahl, 1990). Rétt er að leggja áherslu á að sögulegt samhengi er ekki byggt á fræðilegum kenningum. Rannsakandi þarf að skil- greina samhengið hverju sinni. Sögulegt samhengi flutnings barnakennaramenntun- 130
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.