Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 157

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 157
ANNA ÓLAFSDÓTTIR UPPLÝSINGA- OG SAMSKIPTATÆKNI í NÁMI OG KENNSLU - NIÐURSTÖÐUR KÖNNUNAR OG VIÐTALA VIÐ FJARNEMA Þegar niðurstöður úr spurningalistakönnun fyrir nemendur og kennara eru skoðað- ar gefa þær nokkuð glögga mynd af því hversu tíð notkun upplýsinga- og samskipta- tækni er og með hvaða hætti tæknin er notuð í námi og kennslu. Notkun hugbúnaðar Könnuð var notkun hugbúnaðar og voru á þeim lista öll helstu forrit sem nemendur og kennarar höfðu aðgang að í skólanum á þeim tíma sem könnunin fór fram. í ljós kom að meðal nemenda var notkun tölvupósts og ritvinnsluforrits tíðust; níu af hverjum tíu nemendum notuðu tölvupóst og ritvinnslu vikulega eða oftar. Vefur til upplýsingaleitar og WebCT voru notuð af átta af hverjum tíu vikulega eða oftar. Spjallrásir notaði tæpur helmingur vikulega eða oftar en töflureiknir kom þar næst með nálægt 40% og glærugerðarforrit með tæp 30% ef miðað er við vikulega notkun eða meira. Niðurstöður könnunar meðal kennara leiddu í ljós að hjá þeim var notkun glæru- gerðarforrits til glærusýninga langalgengust. Glærusýningar voru notaðar alltaf eða oftast í kennslu hjá meira en 85% kennara. Ritvinnsluforrit kom þar næst en 16% kennara notuðu það alltaf eða oftast í kennslu. Notkun á öðrum hugbúnaði var fremur takmörkuð. Netið í námi og kennslu Þegar spurt var um notkun Netsins í námi og kennslu kom í ljós að sex af hverjum tíu nemendum tengdust Netinu daglega en um tíundi hluti tengdist Netinu tvisvar til þrisvar í mánuði eða sjaldnar. Netnotkun sem tengist námsefni var á þann veg að mest notuðu nemendur Netið til að sækja námsefni frá kennara en þar á eftir kom leit að námsefni með leitarvélum. Notkun íslenskra og erlendra gagnagrunna á Netinu virtist takmörkuð hjá nemendum því að meira en þriðjungur nemenda sagðist aldrei nýta sér erlenda gagnagrunna og um 16% nemenda notuðu aldrei Gegni. Nemendur nýttu tölvusamskiptamiðla í þó nokkrum mæli í námi sínu en sú notkun virtist vera meira til samskipta við samnemendur en kennara. Á þetta við bæði um tölvupósts- samskipti og spjallrásir og fram kemur í niðurstöðum að nemendum fannst sam- skipti við samnemendur styðja sig frekar í náminu en samskipti við kennara. Netnotkun kennara tengdist mest notkun þeirra á WebCT. Á það bæði við undir- búning kennslunnar og kennsluathafnir. Við undirbúning kennslu kom tölvupóstur næst og um fjórðungur kennara sagðist nota leitarvélar og rafræn gagnasöfn alltaf eða oftast við undirbúning kennslu en notkun þeirra var takmörkuð í kennslunni sjálfri. Þegar kom að tölvusamskiptum kennara við nemendur hafði helmingur kenn- ara tölvusamskipti, bæði við nemendur sem hóp og einstaka nemendur, vikulega eða oftar, en 16% kennara höfðu aldrei tölvusamskipti hvorki við nemendahópinn né ein- staka nemendur. 155
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.